Skólinn og þolendur kynferðislegs ofbeldis

bornadleikUmfjöllun fjölmiðla síðustu daga um barnaníðinga hefur varla farið framhjá nokkrum manni. Tilhugsunin um að varnarlaus börn þurfi að búa við þá skelfingu sem lýst hefur verið er nánast óbærileg. Verst er tilhugsunin um þau börn sem tekin voru af heimilum sínum og komið fyrir á stofnun árum saman þar sem þau virtust ekki hafa átt neitt skjól eða fullorðinn til að treysta á. Vonandi kemur sá tími aldrei aftur.

Eins og fram hefur komið þá virðast börn nánast hvergi óhult þegar um kynferðisglæpi er að ræða. Því miður bera þessir karlar óeðli sitt ekki  utan á sér og þekkt er að sumir koma jafnvel einstaklega vel fyrir og leggja sig fram um að afla sér vinsælda og velvildar.

Síðustu dagana hefur mér oft verið hugsað til stúlku sem sagði mér eitt sinn frá því í miklum trúnaði að stjúpfaðir hennar hefði misnotað hana samfellt frá því hún var 6 ára gömul og þar til hún var 16 ára þegar hún flutti að heiman. Stjúpfaðirinn var vitur borgari og  átti með móðir stúlkunnar tvö börn. Þau voru í góðum efnum og fjölskyldulífið virtist á yfirborðinu vera til fyrirmyndar. Stúlkan sagðist þess fullviss að mamma hennar vissi ekkert um hvað hefði gengið hefði á og stúlkunni var mikið í mun að móðir hennar fengi aldrei af vita af því, það myndi leggja líf hennar og yngri systkina í rúst. Það hafði stjúpföður hennar tekist að sannfæra hana um.  Þegar við töluðum saman var þessi stúlka orðin 18 ára og var enn sannfærðari um það en nokkru sinni að móðir hennar mætti aldrei vita af því sem gerst hefði, sjálfsásökunin myndi gera út af við hana.

Ásæða þess að ég fjalla um þessi mál hér í Krítinni er sú staðreynd að öll börn sem búa við kynferðislega misnotkun eiga það sameiginlegt að ganga í skóla. Að vera kennari og horfast í augu við þá staðreynd að verulegar líkur séu á því að eitt til tvö börn í bekknum þínum hafi orðið eða séu þolendur kynferðislegs ofbeldis getur verið yfirþyrmandi. Það er von að kennarar spyrji spurninga eins og þeirrar hvað einkenni börn sem orðið hafa fyrir kynferðismisnotkun. Því miður hefur, mér vitanlega, engum tekist að svara því til fullnustu. Enda þótt bent hafi verið á eitt og annað sem geti einkennt hegðun og framkomu barna sem búa við kynferðislega misnotun, t.d. að þau eigi við agavanda að stríða, þarf að hafa í huga að slík einkenni ein og sér þurfa ekki að staðfesta eitt eða neitt. Á vefnum persona.is er að finna umfjöllun um einkenni sem kennarar ættu að kynna sér og hafa í huga.

Eitt sinn las ég grein eftir Gilligan sem heitir The importance of schools and teachers in child welfare. Þar sem vakin var athygli á því mikilvæga hlutverki sem kennarar gegna í verndun barna. Þar er ekki verið að tala um klínisk greiningartæki eða gátlista fyrir kennara heldur fyrst og fremst mikilvægi umhyggjunnar. Það besta sem kennari getur gert í þessu málum er að ávinna sér traust allra nemenda sinna og leggja sig fram um að kynnast þeim. Gilligan heldur því fram að slíkur kennari sé eins og lifandi greiningartæki, hann skynjar þegar breytingar verða á líðan nemendanna og getur þá brugðist við með því að ræða við barnið, leitað ráða eða látið viðkomandi aðila vita eftir því sem við á.

Á vef umboðsmanns barna

er að finna afar gagnlegar upplýsingar varðandi kynferðislegt ofbeldi s.s. lög og reglur, hvað sé til ráða o.fl. sem ég hvet kennara til að lesa. Jafnframt bendi ég á vef Blátt áfram

NKC

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s