Nám án aðkomu formlegra stofnana

Sú tækni sem tengist skólastarfi  er í stöðugri þróun og hefur verið lengi.  Nú er svo komið að sjá má vísbendingar um að tæknin sé að verða svo fullkomin að innan fárra ára verði kennarar  og skólar jafnvel óþarfir. Alla vega virðist tæknin auka möguleika fólks til að læra á eigin vegum án afskipta formlegra stofnana, námskráa eða kennsluáætlana.

Í þessari grein sem er skrifuð um tilraun sem verið er að gera í Afríku með spjaldtölvum fyrir börn  segir m.a.

„The message will be very simple: children can learn a great deal by themselves. More than we give them credit for. Curiosity is natural, and all kids have it unless it is whipped out of them, often by school. Making things, discovering things, and sharing things are keys. Having massive libraries of explicative material like modern-day encyclopedias or textbooks is fine. But such access may be much less significant than building a world in which ideas are shaped, discovered, and reinvented in the name of learning by doing and discovery.“

og í þessu myndbandi  um fyrirbæri sem kallað er Mooc (massive, open, oneline cources) er  lærdómssamfélögum sem þurfa hvorki  byggingu né stýringu af nokkru tagi lýst. Þau eru sjálfsprottin og eru sett saman af fólki sem hefur áhuga á  sömu málefnum.

Fólk  sem tekur þátt í Mooc námskeiðum leggur sitt af mörkum og vinnur saman að því að byggja upp nýja þekkingu. Deilir efni um málefnið, ræðir saman um það og gefur hvort öðru ráð. Þátttakendur taka  ekki próf heldur dæma sjálfir um hvernig þeir  hafa staðið sig eða lært af þátttökunni.

Hér er svo myndband þar sem nemendur í hefðbundnum framhaldskóla lýsa bilinu á milli skólans og þeirra raunveruleika.  Þetta bil gerir lítið annað en að stækka ef kennarar fylgjast ekki með heiminum fyrir utan kennslustofuna. Til að kennarar geti fylgst með þeim heimi þurfa þeir bæði tæknilegan stuðning og  tækifæri til að læra um möguleika tækninnar til að breyta starfsháttum.

Kennarar geta tekið frumkvæði og  búið til Mooc samfélög um sín hugðarefni og þannig lært hver af öðrum.  Til þess þarf ekki fullkomin tæki.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s