Hverjir ráða ferðinni

Þegar ég las þessa grein kviknaði strax í huga mér myndin sem fylgir hér með.  Ég velti fyrir mér hvort við séum meðvituð um það hversu sterk öfl það eru sem  vilja gjarnan komast í  fjármagnið sem nýtt er til  menntamála. Ef auðvelt er að sýna fram á, að það sem á sér stað í skólum sé lítil viðbót við það sem gerist ef nemendur eru í sjálfsnámi á netinu, gætu þessi öfl auðveldlega sannfært þá sem borga fyrir menntun, um að þeirra lausnir geti komið í stað þess dýra kerfis sem fyrir er. 

Grafið í greininni sem sýnir aukningu á notkun nemenda á námskeiðum sem eru á netinu  gefur mér vísbendingu um hvað getur gerst. Ég tel líklegt að nemendur sem hafa tekið stóran hluta náms síns á netinu verði þrýstihópur um meira netnám þegar þeir verða foreldrar, líkt og foreldrar í dag vilja að skólinn sé eins og hann var þegar þeir voru ungir. Þegar þessir nemendur komast síðan til valda og fara að deila út peningum, munu þeir miða við sína reynslu af skólagöngu. Ef þeim finnst að skólar séu of dýrir í rekstri  fyrir samfélagið þá telji þeir eðlilegt að spara þar.  Enda aðrar ódýrari og að þeirra mati jafn góðar lausnir í boði. Ég tel ekki að rök um að skólinn sé  mikilvægt félagslegt fyrirbæri fyrir börn og unglinga muni duga sem mótrök, því félagsskap og samskipti við jafnaldra geta nemendur sótt sér annað án þess að samfélagið þurfi að borga fyrir það.

Skólinn sinnir  vissulega gæslu fyrir yngri nemendur, en í það hlutverk þarf ekki hámenntað fólk sem krefst launa, réttinda  og góðrar vinnuaðstöðu.

Eins og sést voru það ansi svartsýnar hugrenningar sem þessi grein vakti hjá mér og ég vona að bölsýni mín sé ekki á rökum reist.  En ég held að kennarar og aðrir sérfræðingar um skólamál verði að þekkja þessi öfl og skilja við hvað er að etja.  Það er ekki hægt að styrkja sig gegn öflum sem maður er ekki meðvitaður um að eru til eða veit ekki hvað vakir fyrir. Ef kennarar vinna mest megnis á sama hátt og auðvelt er að gera á netnámskeiðum, þ.e. tala yfir hausamótunum á nemendum og leggja svo fyrir þá próf til að kanna hvort nemendur hafi lært það sem sagt var eða lesið var um í námsbókunum, eru þeir að styðja við hugmyndir þeirra sem vilja spara með því að koma kennslunni á netið.

Ég er sannfærð um  að kennarastéttin þarf að endurskilgreina hlutverk sitt ef hún vill ekki að kennarastarfið í þeirri mynd sem það er nú verði lagt af á næstu 100 árum. Eru það kannski óraunsæir draumórar, að það sé hægt? Er þróunin í hina áttina komin svo langt að ekki verður aftur snúið? Er þetta kannski bara eðlileg og góð þróun?

EK

One response to “Hverjir ráða ferðinni

  1. Bakvísun: Nám án aðkomu formlegra stofnana | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s