Að efla hugsun nemenda um eigið nám

hugsaNú líður að skólalokum og nemendur og kennarar eru þessar vikurnar að taka saman afrakstur vetrarins og enn gefst meira að segja smá tími til að bæta það upp sem orðið hefur útundan þennan vetur. Kennarar eru komnir með góða yfirsýn yfir það hverju veturinn hefur skilað nemendum og vonandi eru flestir nemendur jafn meðvitaðir og kennarar þeirra um eigin stöðu í námi, hvar þeir standa sig vel, hvar þeir hafa ekki lagt sig nægjanlega fram og hvar þeir þurfa meiri aðstoð til að geta náð árangri. Enda er það ekki nóg að kennarinn hafi þessa vitneskju og vinni hörðum höndum að því að koma til móts við þarfir nemenda. Það þarf að virkja meðvitund nemenda um eigið nám og leggja kennsluna þannig upp að nemendur hafi tækifæri  til að vera gerendur í námi sínu. Það gagnast nemendum mun betur en það þegar þeir komast upp með að vera  nokkurskonar ábyrgðalausir þiggjendur  kennslu sem geta kennt öðrum um þegar illa gengur.

Í þessari grein er fjallað um mikilvægi þess að geta hugsað um eigin hugsun ( metacognition) og bent á að sú hæfni sé mikilvæg fyrir nemendur svo þeir geti náð hámarksárangri í námi.

Vandinn er hins vegar sá að í flestum kennslustofum er það eingöngu kennarinn sem ígrundar það sem hann er að gera en nemendur fara á mis við það mikilvæga þroskatækifæri. Kennurum hættir til að leita logandi ljósi að því hvernig hann getur vakið áhuga nemenda eða sett námsefnið þannig fram að nemendur skilji það sem best, þetta gera þeir yfirleitt án þess að spyrja nemendur hvað þeim finnst henta sér best. Í greininni er kennurum sem eru mjög duglegir að matreiða allt ofan í nemendur líkt við einkaþjálfara sem lætur viðskiptavini sína sitja og horfa á meðan þjálfarinn æfir.

Greinin lýsir því hversu mikilvægt er að vinna að því að færa ábyrgðina frá kennaranum yfir á nemendann, ávinningur þess er sá að nemandinn menntast og þroskast vel, en ekki aðeins kennarinn.

Nemendum finnst yfirleitt þægilegra að kennarar hugsi fyrir þá og leiti bestu leiðanna fyrir þá svo þeir þurfi sem minnst að hafa fyrir námi sínu.  Nemendur spyrna því oft við fótum þegar kennarar reyna að breyta um aðferðir. En höfundar þessarar greinar hafa skoðað árangur af því að breyta aðferðum sínum í þessa veru og leggja til nokkur atriði  sem kennarar geta prófað:

  • Reynið í það minnsta einu sinni í hverjum tíma að neita að svara spurningu og fáið nemendur til að leita að svarinu.
  • Í stað þess að merkja nákvæmlga við hvar villa er á prófi eða heimavinnuverkefni segðu nemendum hvað villurnar eru margar og skoraðu á þá að finna þær allar.
  • Láttu nemendur undirbúa eina kennslustund og taka sig upp þar sem þeir eru að kenna hana.
  • Láttu nemendur taka sama prófið tvisvar, hafðu vitlausu svör þeirra með á seinna prófinu. Þegar nemednur fara yfir prófið og leiðrétta villur hugsa þeir ekki aðeins um hvernig á að svara rétt heldur velta einnig sér af hverju þeim sem gerði villuna fannst þetta geta verið rétta svarið.

EK

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s