Los í skólum á vorin

bornadleikEinn árlegur vorboði, auk birtu, fuglasöngs og mótarhjóla á götunum, er að það heyrist í börnum að leik úti við  langt fram eftir björtum kvöldum.

Mér datt þetta í huga þegar ég heyrði enn eina ferðina umræðu um að það væri komið svo mikið los í grunnskólana strax í maí. Sumum foreldrum virðist finnast  slæmt að  það sé losað um rammann í skólanum snemma á vorin. Svo heyrir maður skólafólk líka tala um að nemendur séu síður tilbúnir í hefðbundið nám þegar líður á vorið og reynt sé að mæta því með því að brjóta dagana upp og vera meira með óformleg námstilboð í gangi. Ætli foreldrar séu upplýstir um hversu mikilvægt óformlegt nám getur verið?  Ætli kennarar geti útskýrt hver tilgangurinn er með því að brjóta vordagana reglulega upp? Myndi það auka líkur á því að foreldrar viðurkenni að það  sem gert er á vordögum í skólum sé mikilvægt og skipti máli?

Líklega fara svörin við þessum spurningum eftir því hversu þröngar eða víðar hugmyndir foreldrar hafa um það í hverju nám felst og einnig því  hversu miklir fagmenn þeir kennarar sem þurfa að útskýra fyrir foreldrum tilgang og markmið uppbrotsins eru. Traust sem foreldrar hafa til skólans og kennaranna fyrirfram skiptir líka máli, þar sem vantraust ríkir getur verið mjög  erfitt að færa rök sem tekið er mark á.  Í einhverjum tilvikum dugar að útskýra og færa fagleg rök fyrir uppbrotum en í öðrum tilvikum skapast ekki sá skilningur sem til þarf, annað hvort vegna ólíkrar sýnar á hvað sé nám eða vegna þess að kennari ræður ekki við að setja fram fagleg rök fyrir því sem hann er að gera og það skapast vantraust.

Ef gjáin á milli þess sem foreldrar vilja að tíminn sé nýttur í og þess sem gert er í skólanum er mjög víð er hætt við því að það skapist vandamál í samskiptum foreldra og kennara. Þá gjá þarf skólinn að vinna í að brúa í samstarfi við foreldra.  Það kemur nemendum alltaf best að mál séu leyst  á farsælan hátt svo foreldrar tali vel um skólann heima.

Það að los sé í skólum á vorin á sér örugglega bæði faglegar og hagnýtar skýringar sem vert er fyrir  foreldra og kennara að velta fyrir sér. Losið er ekki náttúrulögmál og það er ekki faglega sterkt að losa einungis um rammana vegna óljósra hugmynda um að nemendur séu ekki færir um að læra með hefðbundnum hætti á þessum árstíma. Þau rök halda ekki nema kafað hafi verið markvisst ofan í þá hugmynd og hún rannsökuð frá ýmsum sjónahólum til að fullreyna að hún standist.

Ef skólafólk rökstyður með  faglegum rökum hvers vegna ákveðið er að brjóta upp skólastarfið á þessum árstíma  og foreldrar sýna því skilning þó einn hluti af skýringunni sé að börnin þeirra vilja komast út í sólina líkt og  á kvöldin, þá ætti að geta skapast sátt um að það er eðlilegur hluti af skólastarfi á vorin að vera úti, fara í leiki, ferðalög og vinna fjölbreytt þemaverkefni. Nám á sér ekki aðeins stað við borð og  innan veggja skólastofunnar. Það vita allir sem hafa fylgst með þroska barna.

EK

One response to “Los í skólum á vorin

  1. Bakvísun: Mandela, Vigdís Finnboga og vordagar | Bara byrja·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s