Byggjum við hvert annað upp eða drögum við hvert annað niður?

jklÁ dögunum hitti ég kennara sem sagði mér frá því að hann  lenti nokkuð oft í því að samkennarar hans  hneyksluðust á því að hann  væri að vinna  að skipulagi á kennslu og/eða námskrárvinnu þegar þeim  finnst hann  eigi að vera farinn úr vinnunni , í fríi eða að vera að spjalla við þá  á kaffistofunni.

Þessi kennari hefur kennt mjög lengi og í samtali okkar koma fram að honum  finnst sem þessi mórall hafi viðgengist allan sinn kennsluferil. Hann er mis  sterkur í skólum   og  eftir tímabilum. Kennarinn sem ég talaði við telur að það að nýta tíma sem sér hentar til skipulags og undirbúnings kennslu geri sér starfið bæði lausara við stress og faglegra og því velur hann að vinna á laugardagsmorgnum eða seinni part dags  að þessum verkefnum. Það virðist alla tíða hafa truflað hluta samkennara  hans og stundum hefur hann þurft að fela það fyrir samkennurum sínum að hann hafi nýtt tíma til að sinna þessum verkefnum og því hefur hann ekki getað deilt þeirri vinnu sinni með öðrum og jafnvel falið  hana til að lenda ekki í yfirheyrslum samkennara sinna um það hvenær hann sinnti þeim störfum.

Ég varð hugsi eftir þetta samtal og fór í huganum að rifja upp fleiri svipuð samtöl sem ég hef átt við kennara og það rifjaðist upp fyrir mér að ég  hef oft orðið vitni að svipaðri  umræðu kennara sem kvarta undan því að þeir hafi verið gagnrýndir af samkennurum sínum þegar þeir leggja á sig vinnu við skipulag og undirbúning kennslu sem er umfangsmeiri  en það sem krefst lágmarks vinnu.  Ákveðinn hópur kennara virðist  vilja passa upp á það að enginn kennari  vinni umfram aðra.

Kennarinn sem ég talaði við á dögunum var ekki að tala um að hann ynni meira en ætlast er til skv. kjarasamningi, hann er ekki að ganga á eigin frítíma heldur nýta sér þann sveigjanlega vinnutíma  sem  felst í því að vera kennari.  Hann nýtur þess að geta farið heim kl. 14:00 á föstudögum og vinnur í stað þess heima á laugardagsmorgnum svo dæmi sé tekið.

Hvað ætli ráði þessu? Af hverju eru kennarar að passa upp á að aðrir kennara vinni ekki  þegar þeim hentar? Er þetta partur af kjarabaráttu? Er þetta leið þessa hóps til að sýna fram á að starf þeirra er svo viðamikið að það er ekki hægt að sinna því vel? Finnst þeim mikilvægt að  kennarar haldi aftur af sér í vinnu þar til laun þeirra hækki?

Ég er sannfærð um að þessi árvekni er ekki  endilega meðvituð samantekin ráð, alla vega hef ég ekki heyrt neinn ræða það  í  alvöru að nú skuli passað upp á að enginn kennari sinni starfi sínu nema að lágmarki.  Reyndar hef ég stundum  heyrt , í kringum erfiða kjarasamninga,  raddir um að nú verði að standa saman um að sinna ekki hinu og þessu sem tilheyrir starfi kennara. Þær raddir hafa að því mér hefur virst þagnað smátt og smátt þegar frá líður hjá flestum kennurum. En líklega lifa þær góðu lífi meðal ákveðins hóps kennara sem vill koma í veg fyrir að kennarar sinni nema lágmarkshluta starfs síns.

Að mínu mati er þetta ekki góður mórall og hann  getur verið mjög íþyngjandi fyrir metnaðarfulla kennara.  Ef  þeir sem beita þessum aðferðum við að halda samstarfsfólki sínu niðri hafa mikil völd er hætt við því að þeir sem ekki vilja lúta þessum móral fari burt úr skólunum og skólarnir verði smátt og smátt gegnsýrðir þessum móral og þróist þar af leiðandi ekkert.  Að mínu mat væri það algjört ófremdarástand sem finna þyrfti  leiðir til að losna úr með öllum tiltækum ráðum. Verum því vakandi fyrir því að lágmarka áhrif þessa hóps.  Gleymum því ekki að þeir kennarar sem stíga viðbótarskref í sínu starfi eru ómetanlegir, bæði  fyrir kennarastéttina í heild og fyrir nemendur.  Það eru kennararnir sem mikilvægt er að halda í starfi og nauðsynlegt að vera meðvitaður um að lágmarka áhrif þeirra sem leggja sig fram um að skapa móral  meðalmennskunnar á sínum vinnustað.  Meðalmennska er smitandi  líkt og hæfileikar  svo því er mikilvægt fyrir kennara að velja rétta hópinn til að smitast af.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s