Mystery skype

mskype3Skype er ekki eingöngu hægt að nota til þess að ræða við ættingja í útlöndum eða halda fundi með fólki sem býr dreift. Það er hægt að nota það í kennslu og t.d. eru fjölmargir sjálfboðaliðar skráðir hjá Skype in the Classroom sem eru tilbúnir að fræða nemendur um allt milli himins og jarðar. En annað sem Skype býður upp á er Mysteryskype  sem er eiginlega leikur þar sem nemendur frá tveimur skólum reyna að finna út hvar hinir búa. En þetta virkar þannig að skólar skrá sig inn á þessa síðu : https://education.skype.com/mysteryskype/ og þar eru nú þegar fleiri hundruð eða þúsund skólar víðs vegar um heiminn. Þú finnur það sem þú hefur áhuga á og sendir viðkomandi kennara eða skóla beiðni um Mysteryskype. Svo ákveða kennararnir tíma og í fyrstu skiptin þarf að undirbúa krakkana vel áður. Fara til dæmis yfir hvernig spurninga á að spyrja og landafræði heimsins, .t.d. fara yfir heimsálfurnar og svo finna út hvaða lönd eru í norðri, suðri, austri og vestri og þess háttar. Það má bara spyrja spurninga sem hægt er að svara með jái eða neii. Að loknum hverjum fundi eru búnir til miðar með upplýsingum um staðinn sem verið var að tala við og fest upp á vegg á heimskort. Að lokum verður kynning á öllum stöðunum sem nemendur höfðu hitt um veturinn á skólasýningu í maí. Mjög gott væri í byrjun að ná sambandi við skóla á Íslandi til að prufukeyra leikinn því nemendur er öruggari á sínu tungumáli og einnig auðveldara fyrir kennarann. Ég mæli hiklaust með Mysteryskype, þetta er stórskemmtilegt og nemendurnir bíða spenntir eftir næsta skypefundi. Auk þess fá nemendurnir þjálfun í landafræði, ensku, rökhugsun, tjáningu og samvinnu.

msype2

Blogg frá tékkneskum kennara um Mysteryskypið á milli skólanna

ICELAND – Flateyri

30/10/2014

This Thursday our 9 graders had their first Mystery Skype lesson with pupils from a small school Grunnskóli Önundarfjarðar in Flateyri, Iceland. At first it was hard to force oneselves to acually speak but many of ouf our students quickly overcame their shyness and therefore learned a lot from their classmates from far away. It was amazing to speak to the kids from a school where there are only 15 pupils!  We were overwhelmed to see the view from their window – snow, mountains, typical Icelandic houses and snow again. Apart from our English conversantion, we also exchanged some phrases in our languages, we sang songs and had a good time sharing our English lesson. Many thanks to Maria, the teacher from Iceland, for this wonderful opportunity! 🙂

María Hrönn Valberg, skólastjóri Flateyri

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s