Heimsins besti kennari

atwellHeimsins besti kennari hefur verið valinn í fyrsta sinn, þessum verðlaunum er ætlað að verða Nóbelsverðlaun kennslu.

Fyrstu verðlaunin hlaut bandarískur kennari  Nancie Atwell sem hefur kennt síðan 1973. Árið 1990 stofnaði hún skóla  sem hefur vakið athygli fyrir fámenna bekki, námskrá sem byggir á rannsóknum og  kennaramenntunar prógram. Atwell var tilnefnd af fyrrum nemanda sínum.

Hún er  mjög þekkt fyrir lestrarverkefni  sem hún stendur fyrir, þar sem nemendum eru gefin tækifæri til að ráða sjálfir hvað þeir lesa og  áherslan er á að skapa áhuga, hefðir  og menningu þar sem lestur þrífst.

Atwell hefur skrifað 9 bækur  m.a. bækurnar In the middle  og The reading zone sem báðar hafa vakið mikla athygli.

Á tímum þegar margir skólar einbeita sér fyrst og fremst að því að skora hátt á samræmdum prófum, segir Atwell að mikilvægt sé að horfa á það sem virkilega skiptir máli varðandi menntun frekar en að reyna að stefna á hærri einkunnir.

Að hennar mati er sú mælistika sem notuð er í Bandaríkjunum til að meta árangur kennara  hvorki rétt né manneskjuleg.  Atwell vill vera fyrirmynd þeirra kennara sem  eru  sjálfstæðir, skapandi og ígrunda störf sín.

Hér er hægt að lesa um  verðlaunin  og hlusta á þakkarræðu Atwell.

Þar sem verið er að vinna í því á Íslandi að bæta lestrarkunnáttu nemenda væri áhugavert að fá Atwell hingað til lands, því það að skapa hefðir og menningu sem eykur lestraráhuga er að mínu mati ekki síður mikilvægt en að hamast í að nemendur fái hærri einkunnir á lestrarprófum. Ég óttast jafnvel  að þannig áherslur gætu drepið niður áhuga nemenda á lestri í leiðinni og þá værum við enn verr sett en áður.

Það er mjög ánægjulegt að athygli sé beint að kennurum með þessum verðlaunum og að mínu mati mjög mikilvægt að  ævistarf þess sem þau hlýtur byggir á markvissu uppbyggingartarfi með börnum þar sem sköpun, fagmennska og trú á mikilvægi þess að nemendur hafi áhrif á eigið nám er fylgt eftir.

EK

One response to “Heimsins besti kennari

  1. Bakvísun: Heimsins besti kennari 2016 | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s