Meira af heimsins besta kennara.

ritunÉg náði mér í bók eftir Nancie Atwell á bókasafni Menntavísindasviðs,  In the middle og bókin er svo áhugaverð og skemmtilega skrifuð að ég les hana eins og hvern annan reyfara.

Í bókinni deilir Atwell reynslu sinni af því að þróast sem enskukennari.  Hún segir frá því hvernig hugmyndir hennar breyttust frá því að vera kennari sem bjó allt til sjálf og ákvað hvað og hvernig nemendur ættu að læra, yfir í það að vera kennari sem treystir nemendum fyrir því að taka ákvarðanir um eigið nám.

Þegar Atwell  kynntist fyrst þeim aðferðum sem hvetja til þess að nemendur hafi meira um það að segja hvað  þeir fást við í skólanum  fannst henni þær hugmyndir algjörlega fráleitar. Hún var sannfærð um að nemendum væri ekki treystandi og mjög mikilvægt væri að kennarinn útbyggi verkefnin sem nemendur ættu að vinna. Henni fannst þó mikilvægt að hafa kannski val um 2-4 verkefni eða leiðir og taldi að þannig fengju nemendur tækifæri til að hafa áhrif.  En það voru t.d. nemendur sem unnu aðeins vel þegar þeir höfðu áhuga á viðfangsefninu og gátu notað sínar aðferðir við að leysa þau sem fengu Atwell til að endurskoða afstöðu sína og það  kom að því eftir markvissa ígrundun að hún ákvað að prófa að breyta áherslum sínum. Hætta að hanna allar kennslustundir  og verkefni og vinna með nemendum að þeim viðfangsefnum sem þau langaði að vinna. Þetta krafðist mikillar viðhorfsbreytingar hjá Atwell en hún hafði gaman af að glíma við viðfangsefnið og upp úr þessu verða til þær ritunarvinnustofur sem einkenna hennar kennslu og hún hefur skrifað bækur um.  Hún studdi sig einnig við fræðimenn eins og Donald Graves og Lucy Calkins o.fl. svo hugmyndir hennar spretta ekki úr tómarúmi og hún fann þær ekki upp.

Bókin sem ég fékk lánaða er önnur útgáfa bókarinnar ( 1998) og Atwell segir  frá því sem hefur breyst í hennar viðhorfum síðan fyrsta útgáfan kom út, þriðja útgáfa kom út 2014 og þar er væntnalega samgt frá nýjum uppgötvunum. Í annarra útgáfu segir hún frá því t.d að hún  uppgötvaði  að hún bjó  til allskonar reglur í nýju aðferðunum sem hún hengdi sig of mikið í og var í raun of ósveigjanleg í að fylgja. Henni fannst t.d. oft erfitt að finna línuna á milli þess að vera of stýrandi kennari og þess að halda sig of mikið til hlés. Í upphafi hélt hún sig jafnvel of mikið til hlés af ótta við að trufla flæðið hjá nemendum og af ótta við að afskiptasemi hennar  gæti verið komin til af óþarfa stjórnsemi. Þegar hún skrifar aðra útgáfu bókarinnar er hún svo búin að skilgreina mikilvægi þess að passa það í kennslustundum séu  bæði nemendur og kennarinn virkir, ekki bara annar hvor.  Hlutverk kennarans er að vera fyrirmynd, Atwell skrifar sjálf texta í tímum og notar þá jafnt og texta nemendanna til að ræða um  og kenna ákveðin viðfagnsefni. Hlutverk kennarans er líka að styðja nemendur í sínum skrifum og spyrja þá spurninga til að vekja þá til umhugsunar um eigin skrif og koma þeim lengra en þeir sjálfir hafa trú á að þeir komist. Atwell hætti einnig að hafa áhyggjur af því að hafa innlagnir ekki nema ákveðið margar mínútur,  því  það fer eftir viðfagnsefninu hverju sinni hversu langar þær verða og jafnvel því hve umræðuefniðvekur  mikinn áhuga hjá nemendum.  Óhætt er að segja að með auknu  öryggi hafi Atwell  þorað að verða sveigjanlegri,  þó nemendur ráði því hvaða viðfangsefni þeir fást við þá er hún með á hreinu sitt hlutverk og vinnur mjög markvisst að kennslu á ákveðnum þáttum sem tengjast ritun.

Nemendur Atwell hafa alltaf ákveðinn tilgang með ritunarverkefnum sínum, þau ætla sér eitthvað með þau, ekki bara að skrifa verkefni af því kennarinn segir þeim að gera það. Þeim er kennt um ólíkar tegundir ritverka  og ritstíla og þau skrifa ólíkt eftir því hvar þau staðsetja sig innan ritstíla. Málfræði og stafsetning lærist með þessari vinnu án þess að bein málfræði- eða stafsetnignarverkefni séu unnin, orðaforði eykst og nemendur fá einstök tækifæri til að tjá eigin hugsanir í þessari vinnu. Þau leita sér einnig upplýsinga um þau viðfangsefni sem þau eru að fást við,  svo  með þessari heildstæðu ritunarkennslu vaxa nemendur á mörgum sviðum .

Atwell hefur sagt að hún hafi áhyggjur af því að ákveðin öfl í heimalandi hennar líti þannig á að kennsla sé fyrst og fremst tæknilegt starf en með aðferðum sínum sýnir hún fram á að svo er alls ekki. Kennari sem vill kenna á jafn heildstæðan hátt og hún gerir, þarf að búa yfir margskonar hæfni, vera vel lesin og vel heima í sínu fagi, hann þarf að geta  miðlað og kveikt áhuga  og unnið með nemendum og sýnt þeim áhuga og virðingu.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s