Heilræði fyrir kennara

Fyrir mörgun árum keypti ég mér bók sem ég var svo ánægð með að ég tók til við að þýða hana. Bókin heitir 501 tips for teachers. Eins og titilinn gefur til kynna eru í bókinni  501 spakmæli sem eiga við um kennarastarfið. Ég reyndi að fá bókina útgefna og hafði samband við tvær bókaútgáfur en hvorug þeirra hafði áhuga á að gefa bókina út.  Ég ætla að leyfa mér að deila með ykkur af og til heilræðum úr þessari bók.  Hér kemur það fyrsta:

Haltu þig nærri sigurvegurum. Blandaðu geði við bestu kennarana á þínum vinnustað. Hæfileikar eru smitandi og meðalmennska líka. Forðastu þá sem kvarta og kveina. Þú hefur mun mikilvægari hlutum að sinna.

Þessi orð tel ég mjög mikilvæg fyrir kennara, enda er það trúa mín að   mikilvægt sé að þeir  séu stoltir  af starfi sínu og einnig tel ég nauðsynlegt  að kennarar ræði um starf sitt af virðingu.  Við getum valið hvort við lærum af  þeim hæfileikaríku eða leggjum lag okkar við þá sem sjá ekki annað  en það sem er að og kvarta stöðugt og kveina án þess að reyna að hafa áhrif til hins betra.  Við höfum áhrif á það hvaða virðing er borin fyrir starfi okkar með því t.d. hvernig við tölum um starfið.

EK

One response to “Heilræði fyrir kennara

  1. Bakvísun: Byggjum við hvert annað upp eða drögum við hvert annað niður? | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s