Að snúa kennslustundum á hvolf

Ég hef rekist á nokkuð áhugavert efni undanfarið frá ýmsum áttum þar sem fjallað er um að snúa hefðbundnum  kennslustundum við þannig að kennslan fer fram  heima og heimanámið er unnið í  skólanum.

Þetta er gert með því  að innlagnir kennara á námsefni eru teknar upp, settar á netið og nemendur horfa á leiðbeiningarnar á netinu heima  hjá sér þegar þeim hentar. Í kennslustundum nota kennararnir svo tímann til að aðstoða nemendur við að leysa verkefni sem tengjast námsefninu sem nemendur eiga að vera búnir að lesa og hlusta og horfa á kennarann útskýra.

Þeir sem ég hef heyrt fjalla um þessa aðferð telja hana skila meiri virkni af hálfu  nemenda, þeir geti í eigin tíma horft og hlustað á kennarann útskýra námsefni og eins oft og þeir vilja.  Síðan fá þeir  þá aðstoð sem þeir þurfa við að leysa verkefni með aðstoð kennarans í skólanum, í stað þess að þurfa að glíma við að leysa verkefnin sjálfir heima, stundum án nokkurrar aðstoðar frá foreldrum eða öðrum sem vita eitthvað um efnið sem unnið  er með hverju sinni.

Sænskur kennari lýsir aðferðinni vel hér og þeim áhrifum sem hann telur hana hafa haft á  sitt starf. Hann teiknaði myndina sem fylgir þessum pistli og hún lýsir að  mínu mati vel hugmyndinni.

Á youtube eru mörg myndbönd sem koma upp ef maður slær inn leitarorðið flipped classroom sem lýsa aðferðinni.

Það væri gaman að heyra af því ef einhverjir hafa prófað þessa leið á Íslandi.

EK

3 athugasemdir við “Að snúa kennslustundum á hvolf

  1. Þessi kennslufræði er talsvert í umræðunni á háskólastigi (þar sem fyrirlestrar eru jú ríkjandi kennsluaðferð). Þar gengur hún undir nafninu „flip teaching“ og „flip classroom“ sem ég hef stungið upp á að sé á íslensku vendikennsla og vendinám.

  2. Ég er efins um þessa „aðferð“ vegna þess að hún er ekki í neinni andstöðu við hina hefðbundnu yfirfærslusýn um kennslu og nám. Nemandinn „innbyrðir“ efnið gegnum upptöku af fyrirlestri í stað þess að sitja undir fyrirlestri í skólanum. Þar er þó möguleiki á gagnvirkni og spurningum. Ég er aðeins litaður af umræðu um Khan Academy, safn af hrútleiðinlegum og lélegum fyrirlestrum, en á að „bjarga“ menntakerfinu í Bandaríkjunum.

    • það finnst mér áhugavert Ingólfur. Getur ekki einmitt verið að flest það sem telst til nýjunga í skólum og verður vinsælt sé þessu sama marki brennt? Það eru ekki neinar hugmyndfræðilegar byltingar á bak við breytingarnar, aðeins önnur nálgun t.d. með möguleikum nýrrar tækni. Grunnhugsunin er samt yfirleitt sú sama og snýst það, um eins og þú segir hvernig kennarar yfirfæra þekkingu sína til nemenda á sem bestan hátt. Hvar eru dæmi um alvöru, djúpar breytingar?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s