Krítin vekur athygli á þremur flottum bæklingum um sameiginlega ábyrgð skóla og foreldra á málþroska og læsi barna á aldrinum 0 – 12 ára. Efnið í bæklingunum er einkum ætlað foreldrum en þar er að finna hagnýtar leiðbeiningar um hvernig þeir geta stutt við málþroska barna sinna og lesskilning. Bæklingarnir koma frá Árósum og er þá er að finna á 10 tungumálum, en skóla-og frístundasvið Reykjavikurborgar hefur íslenskað efnið og sett inn íslenskar ljósmyndir. Bæklingarnir eru vistaðir á Foreldravef skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Á vef Árósa má finna bæklingana á 10 öðrum tungumálum.