Nú er sá tími að renna upp í skólum að nemendur fara að gera jólaföndur. Hér eru myndir af nokkrum sniðugum hugmyndum fyrir ýmsan aldur.
Nýta má dagblöð eða gamlar bækur í hvítu jólatrén, pappírinn er þræddur upp á grillpinna sem síðan er stungið í oasis eða annað sem styður við það í blómapotti eða sultukrukku.
Marglita röndótta tréð er gert úr lituðum blöðum sem klippt eru í ræmur og límd á hvítt blað.
Síðan er minnsta tréð gert úr íspinnaspýtum sem eru málaðar grænar og þær skreyttar sem lituðum pappír, fílt kúlum eða pallíettum eða öðru skrauti.