Kostnaður af skólakerfi

bokastafliMikael Torfason skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag sem ber yfirheitið Vonlausir skólar. Í pistlinum bendir hann á að kennurum hafi fjölgað  en nemendum fækkað. Í leiðaranum talar hann um að það þurfi kjark til gera úrbætur á árangurslitlu og rándýru skólakerfi. Hann ýjar í raun að því að kennarar séu of margir og mögulega mætti segja nokkrum þeirra upp og þannig hækka laun hinna.

Skrif eins og þessi gera skólakerfinu lítið gagn, á Íslandi eru  skólarnir ekki vonlausir, hér á landi eru örugglega til bæði góðir  og lélegir skólar og svo fer það eftir mælikvarðanum sem er notaður hvernig við túlkum það hvernig góðir og lélegir skólar eru.  Á því eru skoðanir margar. Að mínu mati er það kostur við íslenskt skólakerfi að grunnskólar eru nokkuð jafnir, þ.e. það skiptir ekki máli í hvaða skóla barn fer, það fær svipaða menntun. Einhverjum finnst þetta ókostur, þeir sem telja  stéttaskiptingu mikilvæga líta t.d. þannig á að mikilvægt sé að sumir nemendur ( sem hugsanlega kaupa sér inngöngu í ákveðna skóla) fái „betri menntun en aðrir.

Því er oft haldið fram að kennarar séu á móti öllum breytingum, að mínu mati er ekki réttlátt að halda því fram. Mjög miklar breytingar hafa átt sér stað í skólakerfinu og kennarar hafa reynt að framfylgja þeim þó  fæstum  þeirra hafa fylgt fjármagn né stuðningur við kennara svo þeir geti fylgt þessum breytingum eftir með stolti. Það er of algengt í íslensku skólakerfi að góðum hugmyndum er hrint af stað  án þess að þær séu gegnum hugsaðar. Kennarar bera sjaldnast ábyrgð á því, en er ætlað að framkvæma hugmyndirnar, oft af litlum efnum og án þess að hafa fengið tækifæri til að ná tökum á þeim nýjungum.

Mér finnst að oft sé talað þannig að eina leiðin til að hækka laun kennara sé með því að gera skipulagsbreytingar í kerfinu sem gætu sparað fjármagn.  Hætt er við að samningaviðræður sem byggjast á þeirri hugsun gangi ekki sérlega vel.

Dýrara skólakerfi t.d. vegna einsetnignar kom samfélaginu vel. Þessi breyting gerði það að verkum að byggja þurfti töluvert af skólahúsnæði og það gerir rekrtarkostnað skólakerfisins hærri en áður. Kennarar bera ekki ábyrgð á því, rekstraraðilar skólanna réðust í þessar framkvæmdir og bera ábyrgð á þeim kostnaði sem þeim fylgja.

Samfélagið þurfti á því að halda að skóladagur barna yrði lengdur og þess vegna hefur kennurum fjölgað. Samfélagið þurfti einnig á því að halda að skólaárið væri lengt og það var gert.

Nú eru kjaraviðræður  í gangi og það væri óskandi að það  tækist að vinna markvisst í þeim án sleggjudóma og alhæfinga. Þeir sem sitja í samninganefndum fyrir hvorn aðila sem er, þurfa að horfast í augu við eigin fordóma og vera vissir um að  þeir beri hag nemenda fyrir  brjósti þegar þeir takast á um útfærslur til að bæta kjör kennara.Þó fjármagn sé af skornum skammti þá er ekki hægt að ætlast til þess að kennararnir axli ábyrgð á því sem aukið hefur rekstrarkostnað skólanna og starfskjör þeirra versni og versni.

Kröfur kennara  snúast væntanlega um að  þeir þurfi ekki að fjármagna eigin kjarabætur með skipulagsbreytingum inni í kerfinu.  Heldur verði horfst í augu við það að bæta þarf kjör og starfsumhverfi kennara með viðbótar fjármunum líka.

Skólar á Íslandi verða aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn, einn mikilvægasti hlekkurinn í því að gera skóla góða eru kennararnir því er mikilvægt að sjá til þess að starfsumhverfi þeirra sé styrkjandi en ekki niðurdrepandi. Einn liður í því er að tala ekki niðrandi  um skólana en starfskjörkennara verða einnig að vera það góð að starfið verði eftirsóknarvert fyrir alla. Við þurfum góða námsmenn í kennarastéttina það hefur sýnt sig að það skiptir máli fyrir gæði skóla.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s