Þegar börnum leiðist í skólanum

Colorful Chalk at ChalkboardÞegar barni leiðist í skólanum er líklegt að það læri ekki mikið þar  því skólaleiði leiðir yfirleitt til mikillar vanvirkni.

Skólaleiði getur verið frá því að nemenda leiðist í sumum tímum en nýtur sín í öðrum til þess að verða svo alvarlegur að nemendur nenna ekki lengur að mæta í skólann og foreldrar eiga í mesta basli með að sjá til þess að barnið þeirra mæti.

Í einhverjum tilvikum getur skólaleiði stafað af kvíða nemandans en í öðrum getur hann komið til af því að nemandinn fær ekki að glíma við nógu ögrandi eða áhugaverð verkefni í skólanum.

Vegna þess hversu orsakir skólaleiðans geta verið ólíkar er mikilvægt að greina vel ástæður hans áður en reynt er að koma með lausnir á vandanum. Það þjónar litlum tilgangi að reyna að bregðast við kvíðnu barni með því að leggja fyrir það meira ögrandi verkefni.  Á sama hátt er lítils virði fyrir nemanda að stimpla hann latann ef hann gefur skít í skólann vegna þess að verkefnin sem lögð eru fyrir eru  bæði óáhugaverð og hafa lítil tengsl við  raunveruleika hans.

Það getur verið  mjög erfitt að greina á milli þess hvort nemandi  sem er óvirkur í skóla er bara þrjóskur og óhlýðinn, hvort hann þarf  á meiri námslegri ögrun að halda eða hvort það er kvíði sem hrjáir hann. Einmitt þess vegna  þarf verkefnið að bregðast við skólaleiða að vera samstarfsverkefni heimila og skóla. Það er svo margt sem kennarinn ekki veit sem foreldrarnir vita og kennari  getur væntanlega leiðbeint foreldrum með  úrræði ef grunur er um að kvíði hrjái barnið þeirra. Þetta eru mjög viðkvæm og vandmeðfarin mál og erfitt að ræða þau, allt sem sagt er við foreldra um börn þeirra þarf að vera vel grundað og stutt rökum.

Kennarar upplifa stundum óskir foreldra um að barnið þeirra fái meira krefjandi verkefni sem ásakanir um að þeir standi sig ekki og foreldrum finnst stundum að kennarar dragi ályktanir um þeirra börn sem ekki byggjast  á neinu öðru en skoðunum kennarans á barninu þeirra. Í einhverjum tilvikum ásaka  foreldrar kennara og i einhverjum tilvikum eru skoðanir kennara á nemendum ekki byggðar á nokkrum faglegum grunni.  Einmitt það gerir það enn mikilvægara að unnið sé með skólaleiða nemenda markvisst og faglega. Ekki er ólíklegt að kalla þurfi til fleiri sérfræðinga til að meta ástæður skólaleiða barna. Það er engum í hag að skólastarf einkennist af ásökunum foreldra eða  ákvörðunum sem teknar eru útfrá  lítt grunduðum hugmyndum einstakra kennara.  Það að hrökkva í vörn er  ekki farsælast í málefnum sem tengjast skólaleiða, heldur þarf að vinna eins faglega og hægt er, greina vandann og bregðast við að vel grunduðu máli, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Það gerir miklar kröfur bæði til kennara og foreldra um að þora að horfast í augu við ástæður vandans án ásakana og fordóma.

Ætli séu til markviss greiningatæki eða ferlar til að greina hvað veldur skólaleiða hjá börnum?

EK

One response to “Þegar börnum leiðist í skólanum

  1. Mjog gott innlegg. Stadreyndin er eimitt su ad of margir nemendur glima vid thennan kvida sem bara eykst ef ekkert raunhaeft er gert. Kvidinn fylgir lika theim fravikum sem nemendur hafa. Nemendur eru eins misjafnir eins og mennirnir eru margir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s