Það skiptir máli hvernig nám nemenda er skipulagt

rettuphendiHér er umhugsunarvert heilræði  úr bókinni 501 tips for teachers:

Notaðu mikinn tíma í að æfa nemendur í skipulagningu, hugsun og ákvarðanatöku en eyddu minna af tíma þeirra í minnisatriði, afritun og endurtekningu.

Ég er sammála því að það er mikilvægara fyrir nemendur að geta skipulagt sig, beitt hugsun sinni og tekið ákvarðanir, en að muna og afrita atriði sem jafnvel verða úreld áður en þeir snúa sér við. Þá er áhersla á endurtekningu  óþörf nema að takmörkuðu leyti.

Þau viðfangsefni sem við bjóðum nemendum upp á í skólum þurfa að taka mið af þessu. Flest  verkefni sem við leggjum fyrir nemendur þurfa að gefa nemendum svigrúm til að beita huganum, við þurfum að venja nemendur á að axla ákveðna ábyrgð  á námi sínu og athöfnum og æfa þau í að skipuleggja eigið nám eða verkefni sem þau takast á við.

Kennarar eiga að geta skipulagt starf sitt þannig að þeir noti þær aðferðir sem henta hverju viðfangsefni og í þeim hlutföllum að meira sé af  viðfangsefnum sem reyna á hugsun, skipulag og ákvarðantöku nemenda og minna af  stagli af ýmsu tagi.

Þetta heilræði úr 501 tips for teachers er í sama anda og áherslur í nýrri aðalnámskrá svo það á vel við í dag. Það er því ekki úr vegi fyrir kennara að velta því fyrir sér við skipulag kennslustunda, skóladaga eða jafnvel missera, hversu stórt hlutfall  tímabilsins krefst þess að nemendur séu virkir gerendur í eigin námi og hversu stórt hlutfall tímans  það er sem nemendum er ætlað að leggja á minnið, afrita og endurtaka.  Ef hlutföllin eru hugsanlega öfug miðað við það sem heilræðið  leggur til,  er mikilvægt,  nemendanna vegna,  að breyta því. Að mínu mati er  nauðsynlegt fyrir nemendur að skólatíma þeirra sé varið í þá hluti sem skipta máli svo skólaganga þeirra  sé ekki að stórum hluta tímasóun.

Það erfiðast við að breyta þessu er líklega það hversu erfitt mörgum kennurum finnst að hætta að gera það sem þeir hafa “alltaf” gert. Okkur hættir til þess,  þegar við tökum upp nýjungar að vilja  halda  því gamla  inni líka, svona til vonar og vara. Það er eins og við treystum nýjungunum ekki til fullnustu. Í þessu sambandi langar mig að vitna í orð Herdísar Egilsdóttur,kennara og rithöfundar  sem sagði í sjónvarpi fyrir mörgum árum  að í skólakerfinu væri ekki lengur nóg að endurraða alltaf því sem fyrir er  í skúffunni, heldur væri kominn tími til að hella úr skúffunni og setja aðeins aftur í hana það sem skiptir verulegu máli. Ég er sammála henni því til að geta breytt kennsluháttum þarf að sleppa einhverju  til að skapa svigrúm fyrir það nýja. Annars eykst  tilfinning okkar fyrir tímaskorti stöðugt.

Kennarar þekkja þann ramma sem þeim er ætlað að vinna innan og eins og aðalnámskráin er í dag þá  gefur hún skólum og kennurum gott svigrúm til að hugsa, skipuleggja og taka ákvarðanir. Fagmennska kennara gerir þeim kleift að velja og hafna og ígrunda vel hverju þeir  ætla að halda inni og hverju þeir telja í lagi að sleppa.  Fagmenn  geta rökstutt þær ákvarðnir sem þeir  taka og síðan skipulagt starf sitt í þeim anda.

 EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s