Vöndum okkur, forðumst þöggun og rannsökum viðkvæm mál sem upp koma en blásum þau ekki upp til þess eins að fremja mannorðsmorð.
Góð grein eftir Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.
Hann segir m.a.
„Það er því ábyrgðarhluti þegar einstaklingar sem eru málsmetandi í jafn alvarlegum málum og ofbeldi gegn börnum koma fram með svo órökstuddar fullyrðingar. Slíkur málflutningur er ekki til þess fallinn að uppeldissamfélag barna og ungmenna taki saman höndum og vinni gegn því meini sem einelti er. Hann er fremur til þess fallinn að grafa undan trausti milli foreldra og skóla, búa til sökudólga og særa stolt og fagmennsku þeirra sem helgað hafa sig því mikilvæga starfi að kenna börnum og ungmennum.“