Hvað á ég að gera?

Colorful CrayonsÉg fylltist gleði einn daginn í sumar þegar ég gekk fram á hóp barna sem var að leika sér í þeim gamla góða leik Yfir og það rann upp fyrir mér hve sjaldan ég sé krakkahópa í leik utan skólalóðar. Ég minntist þess þegar við krakkarnir, sem ólumst upp í nágrenni Barónsborgar, söfnuðumst þar saman á kvöldin til að leika okkur í þessum skemmtilega leik. Þegar ég fór að fylgjast betur með leik krakkanna sá ég að með þeim var ung kona sem stýrði leiknum, þannig var það nú ekki í þá gömlu góðu daga, heldur lærðu yngri krakkarnir af þeim eldri. Ég veit ekki betur en að mæður okkar hafi verið áhyggjulausar heima meðan við krakkarnir vorum á eigin spýtur að kanna umhverfi okkar, stundum niðri í fjöru eða á öðrum óbyggðum svæðum. Í þá daga held ég að krakkar hafi ekki oft spurt fullorðið fólk: „Hvað á ég að gera?“  Og ætlast til að þeim væri séð fyrir dægrastyttingu, eins og ég heyri svo oft í dag.

Tímarnir hafa sannarlega breyst og maður spyr sig hvort það sé alltaf til hins betra. Í dag eru börn meira og minna undir handleiðslu einhvers starfsfólks, vinnudagur þeirra er orðinn langur og skipulagður í þaula og á kvöldin bíður margra heimanám og tónlistaæfingar. Þar af leiðandi gefst lítill tími til frjálsra leikja með börnunum í nágrenninu.  Á sumrin taka auk þess flest börn þátt í skipulögðu tómstundastarfi líkt og börnin sem ég sá leika sér í Yfir. Þessar breytingar hafa verið gerðar af því við erum orðin meðvitaðri um hættur sem steðjað geta að börnum í umhverfinu, enn ekki síður til að bregðast við aukinni fjarveru beggja foreldra frá heimilunum og þar með frá börnum sínum. Það er umhugsunarvert að samfara því sem foreldrar hafa minni tíma til að vera með börnum sínum og ekki lengur í stakk búin til að taka ábyrgð á þeim við dagleg störf og leiki virðist sem kröfur þeirra varðandi öryggi í umhverfi barnanna hafi aukist. Sumir foreldrar virðast ekki telja öryggi barna sinna tryggt nema það sé alltaf einhver fullorðinn vakandi yfir þeim, þetta hefur m.a. komið fram í umræðum um frímínútur, og ég minnist hóps foreldra sem vildi að holtagrjót yrði fjarlægt af skólalóð til að koma í veg fyrir að nemendur færu sér að voða við að príla á því. Við höfum þó enn ekki gengið eins langt og víða í Englandi, þar sem nemendur fá ekki að fara út í frímínútur ef það hefur snjóða því þeir gætu runnið til og meitt og þá ásaka foreldrar skólann um ábyrgðarleysi.

Er á einhverju stigi hætt við því að við göngum of langt, að við tökum eitthvað dýrmætt frá börnunum? Stutta svarið er; auðviðað ekki, velferð barnanna er alltaf í fyrirrúmi  og því ber okkur alltaf að tryggja að þau séu örugg. Engu að síður spyr ég mig að því hvort börn í dag séu að fara á mis við mikilvægt tækifæri til þroska og sjálfstæðis og hvaða áhrif það muni hafa á framtíðina. Ég er a.m.k. þakklát fyrir að hafa verið barn í þá gömlu góðu daga.

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s