Kennari aprílmánaðar 2013

_margretsiduskolaNafn

Margrét Baldvinsdóttir

Menntun

Stúdent frá M.A.  Útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni árið 1980. Las í 3 annir barna- og unglingasálarfræði við Gautaborgarháskóla á árunum 1981-82.

Skólinn sem ég kenni við

Síðuskóli á Akureyri.

Bekkur

Umsjónarkennari í 2. bekk og kenni þar 25 kennslustundir á viku.   Við erum tveir umsjónarkennararnir, ég og Sara E. Svanlaugsdóttir með 50 nemendur og með okkur eru tveir stuðningsfulltrúar.

Síðasta símenntunarnámið sem ég sótti

Smiðjur í Byrjendalæsi.  Síðuskóli er að vinna í og yfirfæra kennsluaðferðir byrjendalæsis yfir á stærðfræðkennslu skólans í 1. – 4. bekk og er það gert undir handleiðslu Þóru Rósu Geirsdóttur sérfræðings hjá Háskólanum á Akureyri.

Hvaða þrjú atriði í kennsluháttum mínum hafa haft mest áhrif á árangur nemenda minna

  • Virðing og kurteisi

Bera virðingu fyrir nemendum mínum og koma fram við þá af kurteisi.  Hafa það hugfast að sérhver nemandi er einstakur og allir eru þeir mættir í skólann til að gera sitt besta.

  • Áhugi og hvatning

Að hafa áhuga á nemendum og því sem þeir eru að fást við hverju sinni.                                                   Ég hef það hugfast að taka vel á móti nemendum á morgnana, njóta dagsins með þeim og hvetja þá áfram til sjálfstæðra vinnubragða og sköpunar. Mér finnst mikilvægt að nýta skólatíma nemenda vel, að þeir geti farið heim í lok dags og fundið að þeir hafi gert vel.

  • Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Til að koma til móts við fjölbreytileika nemendahópsins leitast ég við að hafa fjölbreytni í kennsluaðferðum og að hafa sveigjanleika.  Legg áherslu á að nemendur vinni saman í pörum eða hópum.  Hef það ávallt hugfast að nemendur þurfa á hreyfingu að halda og að þeir fái að nýta alla kennslustofuna til þess að læra.  Það er allt í lagi þó legið sé á gólfinu eða jafnvel verið undir kennaraborðinu, bara  ef nemendur vinna að markmiðum hverrar kennslustundar.

Ég er svo heppin að í þau 20 ár sem ég hef starfað í Síðuskóla hef ég unnið í frábærum teymum og fengið mikla hvatningu og stuðning frá samstarfsfólki mínu.  Ég hef líka fengið að vera undir handleiðslu Rósu Eggertsdóttur hjá Háskólanum á Akureyri. Fyrst eftir að ég byrjaði að kenna á yngsta stigi og síðan aftur þegar Síðuskóli ákvað, fyrir 6 árum, að innleiða Byrjendalæsi.  Rósa var sú sem kom og fylgdist með kennslustundum okkar og gaf okkur kennurum endurgjöf á það sem við vorum að gera. Hún gat alltaf dregið það  jákvæða fram og var mjög hvetjandi.  Þetta hugarfar hennar er og verður mér alltaf minnisstætt.

Hverju er ég stoltust af í starfinu mínu

Ég verð ávallt stolt þegar hægt er að horfa yfir kennslustofuna og sjá að árganginum sem ég kenni er  blandað saman, mismunandi verkefni eru í gangi, nemendur í samvinnu, jafnvel út um allt og það eru allir að, þá er ég hamingjusöm fyrir hönd nemenda minna.

Ég er stolt af því að vera í kennarateymi sem vinnur vel saman .

Ég er stolt af því að starfa sem kennari.

Hvaða markmið set ég mér í þróun starfs míns

Koma til móts við mismunandi þarfir nemenda.

Vera vakandi fyrir nýjungum í kennsluháttum og tileinka mér þær.

Gera betur í dag en í gær.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s