Kennarinn er alfa og omega

Það er kennarinn og samband hans við nemendur sem hefur mest áhrif á gæði kennslunnar segir John Hattie fra Auckland University sem í 15 ár rannsakaði  138 mismunandi þætti sem varða gæði kennslu út frá sjónarhorni námsárangurs. Rannsóknin er talin vera sú stærsta sinnar tegundar. Hún náði til meira en 80 milljóna nemenda og í henni er litið til 50.000 minni rannsókna .

Danskir fræðimenn með Nordenbo í fararbroddi segja rannsókn Hattie staðfesta niðurstöður þeirra um að færni kennarans hafi mun meiri áhrif á nám nemenda í skólanum en aðrir þættir svo sem stærð bekkja eða getuskipting.

Það ætti ekki að koma á óvart að megin niðurstaða rannsóknar hins nýsjálenska Hattie er að það sem skiptir mestu máli í kennslunni er að samband kennara og nemenda einkennist af gagnkvæmu trausti. Hattie segir það grundvallaratriði að kennarinn mæti hverjum og einum nemenda þar sem hann er staddur í námi sínu. Nemendurnir eigi að vera meðvitaðir um hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki hverju sinni, þeir þurfi að upplýsa kennarann um það og fá þann stuðning sem þeir þarfnast.

Hattie hvetur kennara til að spyrja sjálfa sig að því hversu margir nemenda þeirra séu reiðubúnir til að biðja um hjálp og láta vita þegar það er eitthvað sem þeir skilji ekki eða biðja kennarann um að útskýra eitthvað aftur. Í flestum bekkjum upplifi nemendur að ef þeir skilji ekki það sem fram fer þá eigi þeir að sitja kyrrir og láta líta út fyrir að þeir séu að vinna. Eftir að hafa leikið þann leik aftur og aftur fer þeim að leiðast og þeir missa áhugann, segir Hattie.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið upp umræður um hvort tengja eigi laun kennara við árangur þeirra og sýnist sitt hverjum.

Hér má lesa meiri umfjöllun um rannsóknina

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s