Sálfræðingur og kennari spjalla saman þegar þau hittast á bekkjarmóti. Kennarinn hafði dottið út úr skóla af leiðindum og fór að hangsa og gera ekki neitt, þar til afi hans gaf honum mótorhjól sem hann þurfti að laga til eignast. Áhuginn á því verkefni dugði til að hann lærði allt um mótorhjólaviðgerðir. Ákvað síðan að fara í nám og læra að vera kennari til að breyta skólastarfi. Sálfræðingurinn virðist alltaf hafa átt gott með nám og haft áhuga á því hvernig fólk lærir og þar er snertiflötur, áhugamál þeirra beggja. Kannski er ekki síst umhugsunarvert að í myndbandinu á sálfræðingurinn til fræðiheiti yfir það sem kennarinn lýsir.