Ekki láta neikvæða umræðu draga úr þér orku

Presentation1Nú er páskafrí í skólum  og þá getur verið gott að gefa sér tíma til að ígrunda líðan sína á vinnustaðnum og hvernig áhrif maður getur haft á þann móral sem ríkir.

Þessi grein vakti   áhuga minn  en í henni eru gefin 3 ráð sem geta hjálpað fólki til að verja sig fyrir því að sogast inn í neikvætt umtal og slúður á vinnustaðnum.

Það er viðurkennt að það getur verið mjög erfitt að vera kennari.  Kennarar  sjálfir geta dregið fram langa lista af kvörtunum; álagið er mikið, launin eru léleg, kröfurnar  eru miklar, störfin eru lítils metin og skólarnir eru undirmannaðir.  Svo það er ekki skrýtið að margir kennarar eru þreyttir og stressaðir. Til viðbótar bætist svo við að í skólum líkt og öðrum vinnustöðum geta ýmiskonar samskiptavandamál eða annarskonar samstarfsvandi verið í gangi. Þó það geti verið freistandi að taka þátt í því að kynda undir neikvæðu umtali á vinnustaðnum með því að taka þátt í að ræða um og nöldra yfir vandanum þá er það yfirleitt skammgóður vermir og dramað vex jafnvel bara með því.

Hér eru þrjú ráð  sem geta hjálpað kennurum til að hefja sig yfir  vandann og jafnvel skína skærara á meðan

  1. Settu mörk
    Það að setja mörk hefur margskonar tilgang. Mörk hjálpa okkur að verja okkur sjálf, skýra hvað er á okkar valdi og hverju aðrir bera ábyrgð á, þau hafa áhrif á það í hvað við eyðum orku okkar og þau gera okkur kleift að taka aðeins þátt í því sem rímar við okkar eigin gildi og  viðmið.
    Það er mikilvægt að finna línuna á milli þess að vera góður liðsmaður og gera það sem samræmist eigin gildum.  Veittu eigin tilfinningum athygli og  veltu fyrir þér hvað þér finnst mikilvægt. Hefðurðu tíma og orku í að láta smámuni draga þig niður? Hvað er það á þínum vinnustað sem setur neiðkvæðnina í gang hjá þér?  Skilgreindu þrennt sem þér finnst skipta mestu máli fyrir þína starfsánægju og notaðu þau atriði sem leiðarvísi fyrir þig í starfi. Dæmi:  „ svo ég geti verið ánægð í starfi þarf ég að vera í jafnvægi, skipulögð og  í tengslum við nemendur mína“.  Notaðu þinn leiðarvísi sem möntru og  láttu ekki ytri aðstæður koma í veg fyrir að þú náir því fram sem þú telur mikilvægt.
  2. Ekki taka þátt í hvaða umræðu sem er
    Það er munur á heilbrigðum samskipum þar sem samstarfsfólk ræðir starfið sitt og þarf stundum að létta á sér og fá stuðning frá samstarfsfólki og því að festast í neikvæðri umræðu um starf sitt og starfsumhverfi.
    Það getur á stundum virkað ljúft að láta undan „slæmu unglingsstúlkunni“ sem býr innra með þér og leyfa sér að taka þátt í neikvæðri umræðu, en til lengdar er þannig slúður  þreytandi og ekki uppbyggilegt. Í hvert sinn sem neikvæð umræða fer fram úr hófi, ekki taka þátt í henni. Ef þú heldur þig frá þannig umræðu skilur fólk að þú hefur ekki áhuga á að eyða tíma þínum í slúður og drama.
    Haltu þig fjarri þeim sem leggja mikið upp úr neikvæðri umræðu.  Á öllum vinnustöðum eru einn eða tveir sem eru  þekktir fyrir að kynda undir að drama blómstri á vinnustaðnum.  Gerðu það að þínu keppikefli  að umgangast þetta fólk sem minnst og gættu þess að láta það ekki draga þig niður á sitt plan.
    Á hverjum vinnustað á sér stað slúður og óánægt fólk kvartar líka á öllum vinnustöðum. Það er hægt að  varast að lenda í neikvæðni gildru  og lágmarka eigin þátttöku í niðurbrjótandi samræðum.
    Hafðu einnig í huga; ef fólk slúðrar við þig er allt eins líklegt að það slúðri um þig.
  3. Hefðu þig yfir
    Það er erfitt að verjast því að láta tilfinningar sínar yfirtaka sig þegar um er að ræða málefni sem virðast óréttlát og þú hefur ekki stjórn á. Kennsla er tilfinningahlaðið starf og þegar kennarar upplifa að komið sé illa fram við þá verða þeir sárir. Þó kennarar hafi ekki áhrif á allt sem viðkemur störfum þeirra þá hafa þeir alltaf val um eigin hegðun og viðhorf. Leggðu þig fram á hverjum degi svo skólinn þinn   verði besti vinnustaður sem völ er á fyrir þig og samstarfsfólk þitt. Leitastu við að leysa vandamál frekar en að kynda undir að vandinn vaxi.
    Gerðu eins vel og þú  getur í því að viðhalda jákvæðu viðhorfi.  Reyndu að koma auga á það sem  vel er gert. Hagaðu þér eins og sá fagmaður sem þú ert.   Þegar þú átt slæma daga, fyrirgefðu þér það en ekki festast þar. Komdu til baka næsta dag búin að stilla áttavitann og tilbúin í slaginn á ný.

EK

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s