Árangur

ÁrangurÁrangur í námi er umfjöllun sem fólk hefur skiptar skoðanir á. Þeir sem helst hafa horn í síðu árangursumræðunnar telja að í henni felist einhverskonar keppni eða samanburður milli nemenda oft á kostnað þess að þeim líði vel í skólanum. Aðrir benda á að það sem skipti höfuð máli sé hvernig árangur er skilgreindur og metinn og þá er algert aukaatriði hvor um er að ræða bókstafi eða tölustafi.

Ein af megin áherslum Aðalnámskrár grunnskóla, 2011 er leiðsagnarmat, en í því felst að nemendur eru alltaf meðvitaðir um þau námsmarkmið sem þeir eiga að stefna að, hvað sé til marks um árangur og hvar þeir eru staddir í ferlinu. Þetta snýst ekki um að nemandinn eigi að klára svo og svo margar blaðsíður innan tiltekins tíma, heldur að ná skilgreindri hæfni. Það má vera að einn nemandi þurfi að fara í gegnum 20 bls. til að tileinka sé umrædda hæfni, meðan öðrum nemanda nægja 10 bls. Með leiðsagnarmatinu er lögð rík áhersla á að nemandinn sé virkur þátttakandi í eigin námi og þar með  í mati á eigin árangri. En þetta tengist náið þeim þætti sem niðurstöður rannsókna  John Hattie segja að hafi mest áhrif á námsárangur nemenda, en Hattie hefur skilgreint 138 áhrifaþætti sem stýra námsárangri . Þar trónir í fyrsta sæti „self-report grades“. Í þessu myndbandi þar sem Hattie útskýrir nánar hvað hann á við með „self-report grades“ segir hann að réttast væri að kalla þennan þátt væntingar nemenda  til eigin árangurs. Í myndbandinu vísar hann til þess að þegar nemendur séu spurðir að því, áður en þeir taka próf, hvaða einkunnir þeir muni fá séu þeir mjög sannspáir. Það sé algengt að nemendur setji sér lágmarks markmið og stefni að þeim.  Að mati Hattie er það mikilvægt hlutverk kennara að ögra nemendum til þess að auka væntingar sínar til eigin árangurs með því að efla sjálfstraust nemendanna og kenna þeim að tileinka sér þá hæfni sem til þarf. Það er ekki ásættanlegt að gera sitt besta, það þarf að gera enn betur, segir Hattie. Hann tekur það reyndar fram að hann sé mjög efins um tilgang prófa að öðru leyti en því að þau hjálpi kennaranum til að sjá hvernig hann hefur staðið sig í kennslunni.

Í öðru og þriðja sæti af áðurnefndum 138 áhrifaþáttum eru atriði náskyld væntingum nemenda til eigin árangurs en þau eru: kennsluaðferðir sem byggja á hugmyndum Piaget og svo leiðsagnarmat.

NKC

One response to “Árangur

  1. Bakvísun: Að gera sitt besta | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s