Fjölmiðlar og grunnskólinn

FjölmiðlarFjölmiðlar hafa almennt ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum grunnskólans, það er einna helst þegar niðurstöður Pisa könnunarinnar eru óhagstæðar í samanburði við aðrar þjóðir að þeir taka við sér og svo hefur vanlíðan einstakra nemenda því miður stundum ratað inn í fjölmiðla. Sannarlega er hvort tveggja áhyggjuefni sem þarfnast markvissrar skoðunar. Umfjöllun fjölmiðlanna hefur aftur á móti tilhneigingu til að vera einhliða og dómhörð og jafnvel í harmsögustílnum, sem virðist vera það efni sem selur mest. Það vill gleymast að grunnskólinn er vinnustaður barna og öll umfjöllun um hann snertir þau og getur haft meiri áhrif en við gerum okkur alltaf grein fyrir. Fjöldi rannsókna (Sahlberg, 2015; Desforges, 2003 o.fl.) sýnir að fátt hefur meiri áhrif á námsárangur barna og líðan þeirra í skólanum en einmitt umræðan í samfélaginu og viðhorfin til skólans þeirra  og menntunar almennt.  Benda má á að margir telja ábyrga og uppbyggilega umræðu um grunnskólann vera mikilvæga skýringu á góðum árangri finnska og kanadíska skólakerfisins. Fáar stofnanir snerta líf okkar meira en grunnskólinn, öll göngum við í  grunnskóla í 10 ár og nokkrum árum síðar erum við komin í samstarf við skólana um nám og velferð barnanna okkar, það dýrmætasta sem við eigum.

Það er svo umhugsunarefni að einstaka foreldrar virðast kjósa að leita til fjölmiðla þegar þeir hafa áhyggjur af velferð barna sinna eða telja á þeim brotið. Í einhverjum tilvikum kann það að stafa af ráðaleysi foreldranna en stundum gæti ástæðan verið reiði í garð skólans, sem er alvarlegt mál, ekki síst barnsins vegna. Mig langar í þessu sambandi til að vekja athygli á bréfi sem Umboðsmaður barna skrifar til Blaðamannafélags Íslands þar sem hann minnir á ábyrgð fjölmiðla gagnvart börnum, en þar segir m.a.:

…..Dæmi um erindi er þegar foreldrar tjá sig um börn sín í fjölmiðlum en opinská umfjöllun um viðkvæm málefni barna getur valdið þeim vanlíðan og haft slæm áhrif á sjálfsmynd þeirra. Er því mikilvægt að börn njóti sérstakrar verndar þar sem þau fá oft ekkert um það að segja hvort fjallað sé um persónuleg málefni þeirra á opinberum vettvangi eða ekki.

Allir foreldrar eiga að geta treyst því að skólar vinni að velferð barna þeirra og séu með skýrar verklagsreglur varðandi einelti eða annað ofbeldi. Þetta eru oft flókin mál sem krefjast umfram allt gagnkvæmst trausts og samvinnu foreldra og skóla. Þar koma nemendaverndarráð að málum einnig gæti verið um að ræða eineltisteymi, sérfræðiþjónustu sveitarfélaga og aðra sérhæfða ráðgjöf. Ef vinna þessara aðila skilar ekki árangri geta foreldrar leitað til fulltrúa viðkomandi skólanefnda og loks til fagráðs um eineltismál sem starfar á vegum menntamálastofnunar. Í Reykjavík starfar auk þess umboðsmaður borgarbúa en hlutverk hans er m.a. að  aðstoða borgarana við að leita réttar síns telji þeir brotið á sér eða börnum sínum. Allir þessir aðilar vinna með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Fjölmiðlar eru ekki rétti vettvangurinn til að leysa vandasöm og viðkvæm persónuleg málefni barna, enda er það sjálfsagt ekki tilgangur umfjöllunarinnar þeirra.

Skólinn snertir sérhvern mann í a.m.k. áratug, hann endurspeglar samfélagið hverju sinni og hefur einnig áhrif á mótun þess. Það er því nánast óskiljanlegt að íslenskir fjölmiðlar skuli ekki gefa umræðunni um grunnskólann meira rými. Í því samhengi bendi ég á  vef BBC sem sérhæfir sig í umfjöllun um skólamál, þar fer reglulega fram gagnrýnin umræða um málefni skólans út frá ólíkum sjónarhornum. Þar heyrast raddir nemenda í bland við raddir fræðimanna, foreldra, kennara og stjórnmálamanna.  Það gæti orðið mikill fengur að slíkri umfjöllun fyrir íslensk börn.

NKC

Heimildir

Desforges, C og A. Abouchaar. 2003. The impact of parental involvement, parental support and family education on pupil acchoevement and adjustment:  A literature Review (Research Report RR 433). Department for education and skills.

Sahlberg, P. (2015). Finnish Lessons 2.0: What Can the World Learn from Educational Change in Finland? NY. Teachers Collega Press.

 

2 athugasemdir við “Fjölmiðlar og grunnskólinn

  1. Sælar stöllur
    Mér finnst að þið ættuð að stinga upp á því við fjölmiðla að skoða þetta mál rækilega og það er góð pæling þetta með
    BBC að sérhæfa sig í umræðum um skólamál.
    Ég skora á ykkur með þessi rök í farteskinu að reyna að hreyfa við þeim.
    kveðja
    Kolbrún
    Frá: „Krítin“ [mailto:comment-reply@wordpress.com]
    Sent: þriðjudagur, 1. mars 2016 22:05
    Til: Kolbrún Svala Hjaltadóttir
    Efni: {Disarmed} [New post] Fjölmiðlar og grunnskólinn

    Krítin posted: „Fjölmiðlar hafa almennt ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum grunnskólans, það er einna helst þegar niðurstöður Pisa könnunarinnar eru óhagstæðar í samanburði við aðrar þjóðir að þeir taka við sér og svo hefur vanlíðan einstakra nemenda því miður stundum rat“

  2. Af hverju vekja fjölmiðlar ekki athygli á, að það eru ekki allir grunnskólar teknir inn í Pisa könnunina?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s