5 atriði sem geta dregið úr hættu á kulnun

peanutsÞað er mikilvægt fyrir kennara, ekki síður en aðrar starfsstéttir að gæta þessa að brenna ekki út í starfi.

Á twitter  rakst ég á þessa grein,  þar sem bent er á 5 atriði sem geta hjálpað kennurum í baráttunni við kulnun í starfi og langar að deila henni með lesendum Krítarinnar.

  • Mikilvægt er að að eiga líf utan vinnunar.

Margir kennarar sinna starfi sínu nánast hverja stund sólahringsins. Það  á ekki síst við um kennara sem eru nýir í starfi. Þeir vilja sinna starfi sínu vel og verða eins góðir kennarar og hægt er. Þetta er  eftirsóknarverður eiginleiki en getur snúist upp í andhverfu sína ef þeir  gæta ekki að sér.  Kennarar sem  vinna öll kvöld og allar helgar við að skipuleggja kennslu, vera í tövlupóstsamskiptum við foreldra, fara yfir verkefni og útbúa verkefni geta brunnið hratt upp og tapað  eldmóðinum í og jafnvel hætt störfum.

Kennarar verða að geta slappað af og gleymt vinnunni inn á milli. Það er mikilvægt að hitta vini, fara út og hreyfa sig til að losa hugann undan því að vera stöðugt upptekinn af vinnunni.  Tíma  sem varið er í að gera uppbyggilega hluta sem ekki tengjast starfinu er vel varið og getur virkað eins og vítamínsprauta og dregur úr hættu á kulnun.

  • Vertu þátttakandi í breytingaferli

Stöðugar breytingar auka stress kennara og geta leitt til kulnunar í starfi.
Það er mikilvægt að kennarar fái tækifæri til að taka þátt í breytingum á öllum stigum og að beytingaferli séu gagnsæ. Kennarar upplifa stundum að stöðugar breytingar séu í gangi, breytingar sem þeir  séu ofurseldir og hafi ekkert um að segja. Skóli byrjar t.d. á nýju lestrarprógrammi eitt haustið og svo á enn öðru á næsta skólaári. Reglum um matartíma er breytt án nokkurra útskýringa af og til allt skólaárið. Kennarar þurfa jafnvel að kenna nýjum og nýjum árgöngum eða nýja námsgrein sem þeir þekkja ekki vel. Þetta getur virkað þannig á kennara að þeim finnst þeir  ekki vera við stjórnvölinn, sem getur leitt til þess að kennarar fara að spyrna við fótum og vilja ekki reyna nýja hluti eða leggja of mikið á sig, því stöðugt vofir yfir að því sem á að prófa verði breytt fljótt aftur. Þetta getur haft þau áhrif að ástríða kennara fyrir starfinu hverfur.

Þegar þarf að gera breytingar er mikilvægt að ljóst sé hvers vegna þarf að gera þær og alltaf þegar hægt er þurfa viðkomandi kennarar að vera þátttakendur í breytingarferlinu.Varast þarf breytingar sem virðast koma  óvænt og að ástæðulausu.

Mikilvægt er að hugsa alltaf um það  hvernig fyrirhugaðar breytingar munu snerta kennara og annað starfsfólk og nauðsynlegt er að að skipuleggja útfrá þeirri vitneskju.

  • Grípu tækifæri til faglegrar starfsþróunar þegar þau gefast

Ein auðveldasta leið kennara til að brenna út í starfi er að festast í sömu rútínunni árum saman. Það er mikilvægt að halda sér við með því að lesa um nýjungar, eiga faglega samræðu við samstarfsfólk og annað fagfólk, sækja ráðstefnur eða annars konar starfsþróunartilboð, taka að sér leiðtogahlutverk í skólanum sínum, tileinka sér nýja hæfni og kynnast nýju fólki. Deilið því sem þið eruð að gera í kennslustofunni, fáið endurgjöf og endurskoðið kennslustundirnar ykkar.

Lesið mikið, haldið áfram að læra, haldið ykkur við.

  • Vinnið saman

Kennarar þurfa tækifæri til að hittast og ræða kennsluna hver við annan. Þegar kennarar hafa ekki tíma til að ræða og skipuleggja starf sitt við aðra kennara á skólatíma fara þeir að upplifa sig einangraða. Einangrun getur auðveldlega leitt til kulnunar ef hún hefur þau áhrif að kennurum finnst þeir skildir einir eftir með öll sín verkefni og þurfa sjálfir að leysa úr öllu sem upp á kemur án þess að geta fengið aðstoð.

Að upplifa sig sem hluta af teymi, vita hvað aðrir eru að gera í sínum kennslustofum og koma auga á hvernig vinna hvers og eins er hluti af stærra gangverki er hvetjandi og eykur líkur á því að kennarar upplifi að vinna þeirra skipti máli.

Kennarar sem kenna sömu árgöngum og sömu námsgreinar þurfa tækifæri til að miðla sín á milli, vinnu nemenda og hugmyndum sem þeir eru að vinna með. Kennarar þurfa tækifæri til að fylgjast með kennslu hver hjá öðrum til að geta rætt kennsluna á jafningjagrunni.

  • Grípið til húmorsins

Gott er að innleiða húmor og hlátur í kennslustofuna.  Að taka sjálfan sig hátíðlega á hverjum degi er erfitt.  Þó það sé mikilvægt að nemendur viti hver mörkin eru og til hvers er ætlast af þeim þá eru bros og fíflagangur nauðsynleg  til að létta lundina. Það langar engan að vera endalaust í háalvarlegu umhverfi. Ef lögð er áhersla á að hægt sé að skemmta sér í skólanum líka líður nemendum betur og þeir þurfa  á því að halda að sjá kennarann sinn glaðan. Kennarar eiga góða og slæma daga eins og aðrir, það að  hleypa húmor inn í kennslustofuna er einn liður í því að draga út hættu á kulnun í starfi.

EK

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s