Ábyrgð skóla á starfsþroska nýliða í kennslu

mentor.jpgGreinin  Ofsalega erfitt og rosalega gaman eftir Maríu Steingrimsdóttur  birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun, 2007 og byggir að hluta á meistaraprófsrannsókn höfundar. Höfundur  tók viðtöl við 8 nýliða í kennslu . Þrjú viðtöl voru tekin við hvern þátttakenda. Þau voru tekin áður en kennsla hófst til að kanna vætningar kennaranna, um miðbik vetrar til að kanna stöðuna og í lok vetrar til að fá kennarana til að horfa til baka og meta hvernig til tókst hjá þeim.

Í greininni  kemur fram  að sú skólamenning sem ríkir geti haft afgerandi og mótandi  áhrif á starfsþroska og fagvitund nýrra kennara.  Þetta þýðir væntanlega það að í skólum þar sem skólamenning  einkennist ekki af stuðningi og jákvæðu viðhorfi  til þess að  þróa starfshætti og  koma stöðugt betur á móts við þarfir nemenda, ná nýliðar ekki að tileinka sér uppbyggilegt viðhorf til starfsins og  staðna og  ná því  ekki að þróa sinn starfsþroska. Það kemur  fram hjá Maríu  (2007) sem vitnar í Feiman- Nemser (2203) að nýir kennarar þurfi þrjú til fjögur ár í starfi til að öðlast grundvallarhæfni kennarastarfsins og enn fleiri til að ná mikilli hæfni.

Ef nýliðar eru ekki studdir fyrstu árin, hvorki af einhverskonar mentor  né þeirri skólamenningu sem ríkir á þeirra vinnustað,  er hætt við að þeir verði vanhæfir vegna álags og óánægju.  Skipulögð leiðsögn getur að mati Feiman-Nemser ( i María Steingrímsdóttir, 2007)  aukið líkur á því að nýir kennarar öðlist færni i starf fyrr.

Sú vitneskja leggur  að mínu mati þær skyldur á þá sem ráða til sín nýliða í kennslu að þeir tryggi með öllum ráðum að nýliðar  fái uppbyggilega leiðsögn og helst ætti aldrei að senda nýliða í skóla sem vitað er að skólamenningin styður ekki við starfsþroska þeirra.  Ef nýliðar ráða sig inn í skóla með þannig skólamenningu er hætt við að þeir festist í þeim viðhorfum sem þar ríkja og því má segja að þannig skólar sé útungunarvélar fyrir kennara sem ekki telja mikilvægt að fylgjast með og breyta starfsháttum nemendum til hagsbóta.  Nýliðum sem ekki fá nægan stuðning hættir til að gefast upp, þeir koma sér upp aðferðum  til að lifa af og  framþróun í starfi verður lítil sem engin (María Steingrímsdóttir, 2007).

Viðmælendur Maríu  (2007)  undruðust eftirlitsleysið og það hve litla leiðsögn þeir fengu. Þannig að í þeirra tilvikum var ekki  meðvitað reynt  að sjá til þess að starfshæfni þeirra styrktist sem mest á fyrsta starfsári. Miklu frekar var eins og ætlast væri til að eftir að námi lýkur  ættu nýliðarnir að þekkja starfið svo  vel að þeir væru sjálfbjarga.  Ég held að það viðhorf endurspegli vissa vanþekkingu þeirra sem ráða nýliða á því hvernig nýliðar í kennslu öðlast starfsþroska. Nýliðar í kennslu eru með  mikla þekkingu úr námi í farteskinu  þegar þeir hefja störf. Sú þekking nýtist þeim vel sem grunnur  undir þann starfsþroska sem þeir taka út í starfi.  Hins vegar er hætt við að ef þeir fá ekki styrka og markvissa leiðsögn á fyrstu starfsárum sínum þá verði sú þekking  þeim ekki nema að litlu gagni því þeir sogast inn í þá menningu sem rikir á vinnustaðnum og fá ekki tækifæri til að byggja ofan á það sem þeir hafa lært. Í rannsókn Önnu  Þóru Baldursdóttur  (í María Steingrímsdóttir, 2007)  kemur fram að einkenni kulnunar kennara á fyrsta starfsári megi rekja til lítils stuðnings.

Það er því mikið í húfi að nýliðar fá markvissa leiðsögn og þeim sé forðað frá því að lenda í skólum þar sem enginn skilningur er á því að þeir þurfa markvissan stuðning  við að taka út starfsþroska  þó þeir búi líka yfir ýmsu sem þeir sem reyndari eru geta lært af.  Skólasamfélagið þarf að vera meðvitað  um að skilja nýja kennara ekki eftir aleina og gera þær óraunhæfu kröfur til þeirra  að þeir hafi til að bera hæfni sem fólk öðlast aðeins á löngum tíma á starfsvettvangi (Renard í María Steingrímsdóttir, 2007).

EK

Heimildir

María Steingrímsdóttir. (2007). „Ofsalega erfitt og rosalega gaman“: Reynsla nýbrautskráðra kennara – aukin vinnugleði. Uppeldi og menntun, 16(2), 9-26.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s