Reiðu drengirnir

tilheyraVið fyrstu sýn er erfitt að sjá hvað  kennarar og aðrir uppalendur geta lært af þeim óhæfuverkum sem unnin voru  í París og víðar á undanförnum árum. En ef marka má niðurstöður norræns fundar um hatursorðræðu á netinu, sem haldinn var í Stokkhólmi fyrir skömmu, þá virðist mér sem við getum dregið af þeim mikilvægan lærdóm. Af því sem ég hef frétt finnst mér sérstaklega umhugsunarvert að á fundinum kom fram að einstaklingar sem standa að baki  hryðjuverkum, sem unnin eru í nafni Isis,  eiga það almennt sameiginlegt að vera ungir karlmenn sem hafa orðið undir í samfélaginu, þar á meðal í skólanum. Þeir telja sér hafa verið hafnað, vera vanmetnir og niðurlægðir og eru því oft sárir og reiðir. Af ýmsum ástæðum ná þeir hvorki að blómstra í námi, tómstundum né félagslega, þeir einangrast því oft eða leita félagsskapar í óheppilegum jaðarhópum.  Stundum er félagslegur bakgrunnur þessara drengja veikur þannig að fjölskyldan getur ekki veitt  þeim þann stuðning sem á þarf að halda. Það eru jafnvel dæmi um að foreldrar þeirra hafi neikvæð viðhorf til skólans  sem koma  í veg fyrir að barnið fái tækifæri til að  aðlagast skólasamfélaginu á heilbrigðan hátt. Ég gæti vel trúað að margir kennarar hafi einhvertíma á starfsferlinum kynnst drengjum sem þessi lýsing nær að einhverju leyti til. Þegar illa fer leiðast þessir óhamingjusömu nemendur út í vímuefnaneyslu og önnur alvarleg afbrot. Í Bandaríkjunum og víðar eru fjölmörg dæmi um að þessi lýsing eigi við um drengi sem gert hafa skotárásir á skólana sína.

Samkvæmt kenningum bandaríska geðlæknisins Glasser er ein af grunnþörfum mannsins að tilheyra og vera elskaður. Flest erum við  tilbúin til að leggja mikið á okkur til að fá þessari þörf fullnægt. Ungir menn sem telja sér hafa verið sýnd vanvirðing og höfnun leita því að viðurkenningu og upphefð þar sem hana er að finna og það er því miður oft í menningarkimum eins og  afbrotahópum og ýmiskonar öfgahópum  sem tengja sig t.d. við trúarskoðanir eða hægri öfga þar á meðal andfeminisma. Þar er þeim ósjaldan tekið opnum örmum, jafnvel sem píslarvottum og þeir öðlast loksins langþráða viðurkenningu og upphefð um leið og þeir fá tækifæri til að hefna sín á samfélaginu sem hafnar  þeim og niðurlægir. Þeir verða hluti af hópnum, verða VIÐ og HINIR eru óvinirnir.

Franskur blaðamaður er meðal þeirra sem lent hafa í klóm hryðjuverkahóps ISIS 10 en hann lýsir því í viðtali við   norska sjónvarpið (síðari hluti viðtals) hvernig ungu mennirnir, sem pyntuðu hann vikum saman og myrtu félaga hans einn af öðrum, voru almennt aldir upp á Vesturlöndum og ekkert síður af kristnum foreldrum og  gyðingum en múslimunum. Það voru með öðrum orðum ekki trúarbrögð eða menningarleg áhrif sem stýrðu ólýsanlegum illverkum þeirra heldur persónuleg vandamál og þörfin fyrir viðurkenningu.

Vonandi skilur engin þessi orð sem svo að þetta sé allt skólunum að kenna, en að mínu mati eru þessar upplýsingar krefjandi áskorun til okkar sem vinnum að uppeldis og menntamálum um að vera á verði gagnvart þeim börnum, drengjum og stúlkum sem ekki njóta viðurkenningar hópsins. Það er auðvitað fyrst og fremst mikilvægt þeirra vegna en það er ekki síður mikilvægt ef við viljum stuðla að góðu samfélagi án ofbeldis og illvirkja.

NKC

One response to “Reiðu drengirnir

  1. Allt getur þetta verið satt og rétt, en hvers vegna hefur Islam og ISIS svona mikið aðdráttarafl á þessa drengi?
    Það er reyndar augljóst mál. Hjá Múhameð spámanni finna þeir leiðtoga sem uppfyllir sjálfstraust þeirra og trúarþörf. Þaðan hafa þeir hreinan boðskap og þaðan hafa þeir beina fyrirmynd að gerðum sínum.
    Þeir sem efast um þessar fullyrðingar ættu að kynna sér málflutning egypska rithöfundarins Hamad Abdel-Samad sem gjörþekkir Islam innan frá. Hann hefur skrifað bækur og komið fram í mörgum umræðuþáttum og viðtölum þar sem hann gagnrýnir þessi trúarbrögð harkalega. Hér er eitt af mörgum viðtölum þar sem hann fjallar um þessi mál: https://www.youtube.com/watch?v=OmagdEfTAp0

    Einnig vil ég benda á ísraelska arabann, sálfræðinginn Ahmad Mansour sem starfar í Þýskalandi og hefur m.a. skrifað bókina, Generation Allah þar sem fjallað er um málefni ungra múslima í Þýskalandi.
    Í viðtali segir hann frá andlegu og líkamlegu ofbeldi í uppeldi sínu innan arabíska samfélaginu í Ísrael.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s