Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um aðferðir sem hægt er að nota þegar meta á skilning nemenda á ákveðnum viðfangsefnum. Listinn er fenginn á þessari vefsíðu og er það sem þýtt er hér aðeins brot af þeim 53 hugmyndum sem þarna birtast ( Krítin stefnir á að þýða fleiri á nýju ári) . Langflest þessi verkefni eða aðferðir eiga það sammerkt að ýta undir hugsun nemenda og gera þá meðvitaðri um nám sitt. Þessar aðferðir er hægt að nota í ólíkri vinnu til að kanna skilning nemenda og nýtast þær til að hjálpa nemendum að kafa ofan í það efni sem þeir eru vinna með hverju sinni og auka skilning sinn á því.
Þessar aðferðir eru hluti af leiðsagnarmati (formative assessment) sem þýðir að þær eru ekki einungis leið til að meta stöðu nemenda, heldur læra nemendur af því að beita þeim.
- Samantekt verður að ljóði
- Skrifaðu upp eða merktu við 10 lykilorð úr textanum sem þú ert að vinna með
- Semdu ljóð og notaðu þau orð sem þú skrifaðir upp eða merktir við
- Skrifaðu samantekt um efni textans og byggðu hana á þessum 10 lykilroðum.
- Búðu til spurningar
- Semdu 10 erfiðar spurningar úr námsefninu. Veldu tvær og svaraðu annarri þeirra með 500 orðum.
- Lýstu markmiði höfundar
- Tafla yfir skoðanir og rökstuðningur fyrir þeim
- Búðu til töflu með tveimur dálkum. Settu skoðanir þínar á innihaldi þess sem þú last í annan dálkinn og rökstyddu skoðanir þínar í hinum dálkinum.
- Hvað með það? Glósubók
- Skilgreindu megin hugmynd kennslustundarinnar. Rökstyddu hvers vegna hún er mikilvæg.
- Gefðu eigin skilningi stig
- Kennari notar tékklista til að merkja við eftir því hvað hann er að skoða hverju sinni
- Að útskýra
- Skýrðu megin hugmyndina út með því að koma með hliðstætt dæmi.
- Mat
- Hvert er aðaláhersluatriði höfundar? Hvaða rök má færa með og á móti hans áherslum?
Við hvetjum kennara til að prófa þessar aðferðir þegar þeir skipuleggja næsta misseri.
EK