Fjölbreyttar aðferðir til  að kanna skilning nemenda.

assesmentHér fyrir neðan eru nokkur dæmi um aðferðir sem hægt er að nota þegar meta á skilning nemenda á ákveðnum viðfangsefnum. Listinn er fenginn á þessari vefsíðu og er það sem þýtt er hér aðeins brot af þeim 53 hugmyndum sem þarna birtast ( Krítin stefnir á að þýða fleiri á nýju ári) . Langflest þessi verkefni eða aðferðir eiga það sammerkt að ýta undir hugsun nemenda og gera þá meðvitaðri um nám sitt. Þessar aðferðir er hægt að nota í ólíkri vinnu til að kanna skilning nemenda og nýtast þær til að hjálpa nemendum að kafa ofan í það efni  sem þeir eru vinna með hverju sinni og auka skilning sinn á því.

Þessar aðferðir eru hluti af leiðsagnarmati (formative assessment) sem þýðir að þær eru ekki einungis leið til að meta stöðu nemenda, heldur læra nemendur af því að beita þeim.

  1. Samantekt verður að ljóði
    • Skrifaðu upp eða merktu við 10 lykilorð úr textanum sem þú ert að vinna með
    • Semdu ljóð og notaðu þau orð sem þú skrifaðir upp eða merktir við
    • Skrifaðu samantekt um efni textans og byggðu hana á þessum 10 lykilroðum.
  2. Búðu til spurningar
    • Semdu 10 erfiðar spurningar úr námsefninu. Veldu tvær og svaraðu annarri þeirra með 500 orðum.
  3. Lýstu markmiði höfundar
  4. Tafla yfir skoðanir og rökstuðningur fyrir þeim
    • Búðu til töflu með tveimur dálkum. Settu skoðanir þínar á  innihaldi þess sem þú last í annan dálkinn og rökstyddu skoðanir þínar í hinum dálkinum.
  5. Hvað með það? Glósubók
    • Skilgreindu megin hugmynd kennslustundarinnar. Rökstyddu hvers vegna hún er mikilvæg.
  6. Gefðu eigin skilningi stig
  7. Kennari notar tékklista til að merkja við eftir því hvað hann er að skoða hverju sinni
  8. Að útskýra
    • Skýrðu megin hugmyndina út með því að koma með hliðstætt dæmi.
  9. Mat
    • Hvert er aðaláhersluatriði höfundar? Hvaða rök má færa með og á móti hans áherslum?

Við hvetjum kennara til að prófa þessar aðferðir þegar þeir skipuleggja  næsta misseri.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s