Veitum því athygli sem vel er gert

stjörnur

„Ég er með 20 nemendur, þar af eru fimm með greiningar og tveir að auki sem tala nánast enga íslensku“. Kynning kennara í þessum dúr hljómar ekki ókunnuglega, upplýsingunum fylgir jafnan ráðaleysi gagnvart erfiðum aðstæðum. Af einhverjum ástæðum hafa sumir tilhneigingu til þess að sjá fyrst og fremst nemendurna sem eru meira krefjandi en aðrir, þegar raunin er sú að mikill meirihluti nemenda er til fyrirmyndar í einu og öllu. Í þeim hópi eru líka börn sem hafa fengið  greiningar og tala litla íslensku, því eins og dæmin sanna þá kemur það ekki í veg fyrir hæfileika á fjölmörgum sviðum. Kennsla er mjög krefjandi starf en stundum mætti halda að það sé einhverskonar keppni í gangi þar sem sá kennari vinnur sem hefur erfiðasta nemendahópinn. Ég hef sjálf ekki verið undanskilin þessar áráttu, enda virðist það vera hluti af menningu skólans að veita því frekar athygli sem miður fer en hinu sem gengur að óskum. Þetta nær svo langt að við forðumst að vekja athygli á því þegar nemendur standa sig mjög vel. Verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur í grunnskóla eru af sumum litnar hornauga þó þeim þyki sjálsagt að verðlauna sömu börn fyrir að sigra á hverskonar íþróttamótum.

Þetta ástand er alls ekki bundið við Ísland, en á síðari árum hefur víða mátt sjá hvernig kennarar eru að snúa þessum áherslum á hvolf og tileinka sér vinnubrögð sem einkennast að því að beina athyglinni að jákvæðri hegðun og vinnu nemenda. Því allir nemendur eiga sínar góðu stundir. Þetta hefur verið kallað  Catch the students doing right eða eitthvað álíka. Á íslensku mætti t.d. kalla þetta: Veitum því athygli sem vel er gert. Sjálf hef ég kynnst afar góðum áhrifum af notkun „gullkorna“ sem felast í því að kennarinn sendir foreldrum reglulega jákvæðar upplýsingar um barnið þeirra. Gullkornin hafa stuðlað að jákvæði hegðun og áhuga nemenda, ánægju foreldra og auknu trausti til kennarans en síðast en ekki síst hafa kennararnir lýst því hvernig gullkornin hafa beint athygli þeirra að styrkleikum nemenda í stað veikleikum áður.  Hrós er dýrmætt og það má ekki verðfella með innihaldslausum frösum eins og: „þú er snillingur, eða frábæt hjá þér“  heldur þurfa nemendur að vita hvað það er sem þeir eru að gera vel svo þeir geti lært af því.

Í þessu myndbandi er sagt frá sérkennara sem hrósar nemendum sínum skipulega og með góðum árangri.

Málið er að athyglin á að vera á jákvæða hegðun og vinnu, ekki á hið gagnstæða, því skilaboðin hafa áhrif og móta einstaklinginn, á sama hátt og dropinn holar steininn.

Ef marka má fullyrðingar um að helsti munurinn á hamingjusömu fólki og óhamingjusömu felist í því að þeir fyrrnefndu taka meira eftir því jákvæða í kring um sig, þ.e.a.s. þeir sjá glasið hálf fullt meðan hinir sjá það hálf tómt, má ætla að kennararnir sjálfir njóti ekki síður góðs af því að veita athygli því sem vel er gert.

Það er því erfitt að sjá hverjir tapa þegar athyglinni er beint að því sem vel er gert.

NKC

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s