Starfshópur skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Vinsamlegt samfélag, tók í dag á móti hvatningarverðlaunum úr hendi mennta-og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssonar. Nánar má lesa um það á heimasíðu Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/frettir/vinsamlegt-samfelag-faer-hvatningarverdlaun
Starfshópurinn hefur undanfarin fjögur ár staðið fyrir fræðslu og umræðum um eineltismál fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla og frístundastarfs í borginni. Í tilefni dagsins vann hópurinn myndbönd í samstarfi við Mixtúri (myndver sfs). Myndböndin má sjá hér: https://vimeo.com/album/3642726