Skólastjóri Ardleigh Green Junior School í London, John Morris, sem er mögum vel kunnur hér á landi, heldur því fram að markvisst leiðsagnarmat hafi haft mest áhrif á góðan árangur nemenda skólans. Það er einkum nálgun Shirley Clarke sem hann og margir skólar í Bretlandi styðjast við. Í aðalnámskrá grunnskóla, 2011, segir að leggja skuli áherslu á leiðsagnarmat.
Kennarar þurfa að hjálpa börnum og ungmennum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum náms og hvernig miðar í átt að þeim. Leggja skal áherslu á leiðsagnarmat þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Nemendum þarf að vera ljóst hvaða viðmið eru lögð til grundvallar í matinu (bls. 28).
Krítin vekur athygli á þessu myndbandi þar sem Shirley Clarke fjallar um leiðsagnarmat.