Eitt markmið, mörg sjónarhorn

sjónarhornUndanfarin ár hefur áherslan á mælanlegan árangur nemenda farið vaxandi um mest allan heim.  Stefna George Bush fyrrum Bandaríkjaforsenta  „No Child Left Behind“ er eitt skýrasta dæmið um það. Ofur áhersla var lögð á að öll börn lærðu að lesa og  árangur þeirra metinn reglulega. Kennarar sem ekki gátu sýnt fram á árangur nemenda sinna í lestri voru látnir taka pokann sinn. Skólastjórar og annað starfsfólk var látið víkja fyrir öðrum sem taldir voru geta hækkað einkunnir nemenda og heilu skólunum var lokað ef árangurinn lét á sér standa. Eins og gefur að skilja hefur nám og kennsla að verulegu leyti snúist um námsgreinarnar sem prófað er í. Önnur svið eins og skapandi greinar, samskipti, sjálfstæði, frumkvæði, hæfileikinn til að nýta þekkingu og annað, sem flestir telja vera mikilvægt í nútíma uppeldi, hefur því oft þurft að sitja á hakanum.  Í grein þar sem Berglind Rós Magnúsdóttir fjallar um menntamál í Bandaríkjunum og birt er á vef KÍ  segir hún m.a að rannsóknir hafi sýnt mælanlegan árangur til skamms tíma en að víða hafi langtímaáhrifi verið lítil eða engin.

Það er í sjálfu sér ekkert rangt við það að hafa skýr markmið í námi og vænta árangurs, síður en svo, en að meta árangur einvörðungu út fá örfáum námsgreinum, í því fest mikil hætta fyrir nemendur og fyrir skólaþróun.

Stefna sem kallast umhyggjuskólinn (caring school), og á einnig uppruna sinn í Bandaríkjunum, er ákveðið andsvar við áhersluna á mælingar og samanburð. Hugmyndin er rakin til Noddings sem telur umhyggju vera megin markmið skólans. Með umhyggju á hún við að þörfum hvers barns sé mætt heildrænt. Umhyggjuskólinn er ekki síst átlitinn koma vel til móts við nemendur sem eiga veikan félagslegan bakgrunn eða þrífast illa í almennum skólum.  Í nýrri bók sem nefnist Educating young people and children in care (Cameron, Connelly og Jackson, 2015) er að finna kafla um umhyggjuskólann. Lykilatriði hans eru þessi (í lauslegri þýðingu):

  • Í umhyggjuskólanum finna nemendur að þeir eru metnir fyrir það sem þeir hafa fram að færa og þeir trúa því að skólanum sé annt um velferð þeirra.
  • Nemendur í umhyggjuskólanum ná mjög góðum námsárangri, ekki síst þeir sem standa höllum fæti félagslega.
  • Það er mun auðveldara að gæta velferðar barna þegar starfsfólkið hefur tækifæri til að þróa samskipti sem einkennast að stuðningi við þau.
  • Það er alger forsenda að skólasókn nemenda sé góð, skólinn þarf að fylgja því vel eftir og veita nemendum sérstakan stuðning þegar á þarf að halda.
  • Skólastarfið tekur mið af því að nemendur hafa æ fjölbreyttari bakgrunn (bls.136).

Í umfjöllun um umhyggjuskólann er lögð rík áhersla á samkennd og samvinnu milli allra aðila skólasamfélagsins. Samræðan gegnir mikilvægu hlutverki og einnig að nemendur læri að þekkja og meta eigin styrkleika og annarra. Það skiptir miklu máli að sérhver nemandi upplifi sig sem mikilvægan þátttakanda í skólasamfélaginu, þess vegna má skólinn ekki vera stærri en svo að hægt sé að kalla alla nemendur saman á einn stað til að ræða mikilvæg mál.

Markmið þessara tveggja nálgana eru í megin dráttum þau sömu, þ.e. að nemendur nái árangri í námi. Það sem í fljótu bragði greinir þær að er að í þeirri fyrrnefndu er það einstaklingurinn sem er í brennidepli og sjónarhornið er þröngt.  Jafnvel þó áherslan á einstaklinginn sé einnig fyrir hendi í umhyggjuskólanum þá er sjónarhornið vítt þ.e. á skólasamfélagið og að þörfum nemenda sé mætt heildrænt.

Kannski er lærdómurinn, sem draga má að þessu, sá að varast þá hugmynd að til sé hin eina rétta leið í námi og kennslu.

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s