Kennarar þurfa að standa vörð um stefnur í skólaþróun

gggMig langar til að taka upp þráðinn frá síðasta pistli og halda áfram umfjöllun um erindin á Öskudagsráðstefnunni, sem er árleg fagráðstefna grunnskólakennara í Reykjavík. Toby Salt hefur þegar verið nefndur en hann er í hópi bestu fyrirlesara sem ég hef hlýtt á. Lang flestir sem ég ræddi við eftir ráðstefnuna hrifust af málflutningi hans og skilaboðum til kennarastéttarinnar. Meðal þess sem Salt talaði um  var mikilvægi þess að kennarar sem fagslétt standi vörð gagnvart tilhneigingu stjórnmálamanna til að vera stöðugt að innleiða misviturlegar breytingar í skólum. Vísaði hann þar til eigin reynslu sem ráðgjafi margra menntamálaráðherra í bresku stjórninni. Orð hann má ekki skilja þannig að hann sé mótfallin skólaþróun, síður en svo. Hins vegar þurfa kennarar að hafa næga fræðilega þekkingu til að gera sér grein fyrir hvaða áhrif breytingarnar hafa á menntun nemenda og samfélag framtíðarinnar. Salt gerði að umtalsefni þær miklu breytingar sem orðið hafa í heiminum síðastliðin 100 ár. Hann nefndi sem dæmi að ef skurðlæknir sem hefði lifað og starfað á Vesturlöndum fyrir hundrað árum síðan yrði settur inn í skurðstofu í nútíma sjúkrahúsi þá yrði umhverfið honum gersamlega framandi og hann algerlega bjargarlaus. Ef við tækjum aftur á móti kennara frá sama tíma og kæmum honum fyrir í skólastofu í nútíma skóla þá myndi hann fljótlega átta sig á því hvar hann væri staddur og geta bjargað sér, nema varðandi tölvumál. Í öllum megin dráttum hefur umhverfið og starfshættir ekki breyst meira en svo að kennarinn skilur auðveldlega hvað um er að vera. Varla  eru þeir margir sem telja eftirsóknarvert að stofnun, sem á að búa börn og ungmenni undir líf og starf í lýðræðissamfélagi sem er í stöðugri þróun (sbr. lög um grunnskóla, 2011) eigi í megin dráttum að haldast óbreytt árhundruðum saman. Hlutverk skólans er hins vegar allt of mikilvægt til þess að þróun hans sveiflist eftir misgóðum hugmyndum stjórnmálanna og án þess að kennarar átti sig á því hvað um er að vera.

Erindi Önnu Kristínar Sigurðardóttir dósents við Menntavísindasvið HÍ hélst skemmtilega í hendur við umfjöllun Salt. Anna Kristín gerði m.a. grein fyrir þróun umbótastarfs í skólum, þróun fagmennsku kennara og mismunandi nálgunum sem drífa gæði skólastarfs áfram. Hún lýsti tveimur mismunandi aðgerðum sem ætlað er að auka gæði menntunar og flestir kannast við. Hún nefnir þær Viðskiptamódel og Fagmennsku en helstu einkenni þeirra eru:

Viðskiptamódel

  • Samkeppni milli skóla/kennara
  • Ríkar kröfur um árangur /eftirlit
  • Einkavæðing og frjálst val
  • Mælingar nýttar til að umbuna eða refsa
  • Ráða inn kennara sem ná árangri og losa sig við hina
  • Raunprófaðar aðferðir
  • Skólar eiga framleiða vinnuafl

Fagmennska

  • Samvirkni og samhengi
  • Ríkar kröfur um fagmennsku /faglega hæfni kennara
  • Jöfnur og grunngildi
  • Mælingar nýttar til að skilja og þróa
  • Lærdómssamfélag – stöðugt er reynt að byggja upp hæfni allra
  • Raunprófaðar aðferðir –skapandi og gagnrýnin nálgun
  • Menntun sem slík hefur gildi

Anna Kristín sagðist álíta íslenska menntastefnu einkennast af málamiðlunum milli þessara tveggja sjónarmiða. Þar togast á áherslur sem kenndar hafa verið við norrænt velferðarmódel t.d. á jafnrétti og önnur grunngildi lýðræðissamfélags og ráðleggingar alþjóðastofnana og alþjóðastrauma um samkeppni og einkavæðingu (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2015).

Ef kennarar eiga að standa vörð um skólaþróun, líkt og Salt hvetur til, þá er nauðsynlegt að kennarar séu meðvitaðir um þá strauma sem hafa mest áhrif á þróun skólastarfs hverju sinni.

 NKC

Heimild:

Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar (2015).  http://reykjavik.is/sites/default/files/glaerur_anna_kristin.pdf

Krítin bendir lesendum sínum á tvö myndbönd á Youtube.

Hér ávarpar Toby Salt nýja skólastjóra áriði 2010: https://www.youtube.com/watch?v=AfyglVnj7xE

Hér er Toby Salt í viðtali 2013 þar sem hann segir lítillega frá starfi sínu hjá Ormiston Academies Trust OAT : https://www.youtube.com/watch?v=msfLD9wy6OE

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s