Listin að hlusta

hlustaÞekkt er sagan af manninum (eða var það kona?) sem sagði frá því með mikilli hrifningu að hann hefði hitt alveg sérstaklega áhugaverða manneskju, þegar hann var spurður um hvað þessi áhugaverða mannsekja hefði verið að tala, kom svolítið hik á hann áður en hann svaraði; „Í rauninni sagði hún ekki mikið, en hún hafði svo mikinn áhuga á því sem ég sagði“.

Fyrir meira en hundrað árum síðan uppgötvaði Sigmund Freud að fólki líður oft miklu betur þegar því gefast tækifæri til að kanna tilfinningar sína og hugsanir með því að tala um þær án þess að gripið sé fram í fyrir þeim.  Sjálfsagt kannast flestir við hvað það er notalegt þegar sá sem maður talar við hlustar af heilum hug, án þess að gripa fyrsta tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri eða til að toppa frásögn manns með því að segja frá einhverju miklu merkilegra.  Stundum reynist eina leiðin sú að fara til ráðgjafa og borga honum fyrir, ef maður hefur þörf fyrir góða hlustun. Góðir ráðgjafar eru sannarlega mikils virði en það er nauðsynlegt að fleiri kunni listina að hlusta þar á ég ekki síst við foreldra og kennara.

Því miður held ég að of mörg börn fari á mis við að hlustað sé á þau og því gefist þeim ekki mörg  tækifæri til að kanna tilfinningar sínar og hugsanir. Þar að auki telst það vera mikilvægur færniþáttur að kunna að koma skoðunum sínum á framfæri líkt  og fram kemur í  aðalnámskrá grunnskóla 2011. 19.1.1. en segir m.a.:

Í lýðræðisþjóðfélagi er brýnt að geta tekið virkan þátt í umræðum af ýmsu tagi þar sem móðurmálið er mikilvægt samskiptatæki. Nauðsynlegt er að geta tjáð skoðanir sínar, hvort sem er í námi, starfi, félagslífi eða einkalífi. Þeir sem hafa gott vald á töluðu máli, framsögn og samræðum eru betur færir um að taka þátt í samfélagsumræðunni og eiga jafnan auðvelt með að miðla af þekkingu sinni. Mikilvægt er að nemendur þjálfist í að segja skipulega frá og gera grein fyrir þekkingu sinni og skoðunum.

Börn þurfa að fá tækifæri til að tala um hugsanir sínar og tilfinningar í skólanum og ekki síður heima hjá sér. Kennarar, foreldrar og aðrir í fjölskyldu barnsins ættu að gefa sér tíma til að hvetja börnin til að tjá sig og til að hlusta á þau af áhuga án þess að dæma, en með umhyggju, samkennd og virðingu.

Það er rík hefð fyrir því í skólum að það er kennarinn sem hefur orðið og nemendur hlusta.  Þegar um samtal er að ræða er það ekki ósjaldan milli kennara og einstakra nemenda þar sem kennarinn hlustar til að meta eða dæma. Undanfarin ár hefur víða orðið viðsnúningur hvað þetta varðar og eru gæði kennslustunda m.a. metin eftir því hversu mikið nemendur tala um námsefnið, ekki bara við kennarann heldur hvert við annað.  Það er álitið ákjósanlegt að nemendur hafi ekki minni tíma til að tala en kennarinn.  En það má ekki gleymast að kenna börnum líka að hlusta og það gerir fullorðna fólkið líklega best með því að vera góðar fyrirmyndir.  Góð hlustun felst í fleiru en að loka munninum og nikka höfðinu, góð hlustun felst m.a. í því að spyrja spurninga til að fullvissa sig um að maður hafi skilið rétt það sem sagt var, að fá nánari skýringar, að hvetja til frekari tjáningar, að spyrja um líðan eða álit, að daga fram aðal atriði frásagnarinnar, að vísa á mótsagnir, að sýna skilning og samkennd og að ögra til frekari ígrundunar með það að markmiði að hjálpa barninu til að komast að niðurstöðu eða mögulegri lausn á vandamáli.

Það fer best á því þegar saman fer hæfileikinn til að tala og hlusta.

NKC

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s