Hin þögli, iðjusami bekkur

classFlestir kennarar kannast vafalaust við þá þægilegu tilfinningu sem vaknar þegar nemendahópinn  grúfir sig í fullkominni þögn yfir námsbækurnar.  Kennarar sem hafa gott vald á að laða fram þannig  andrúmsloft í skólastofum hafa jafnan notið mikils trausts meðal foreldra, samstarfsfólks og nemenda og þótt góðir kennarar.

Hvað segir þetta okkur? Kannski fyrst og fremst það hvað hugmyndir okkar um skólann eru íhaldssamar. Eins lengi og elstu menn muna hefur hinn þögli, iðjusami bekkur, þar sem nemendur sitja í vel skipulögðum röðum og kennarann aftan við kennaraborðið,  verið vel kunnur. Kennarar hafa margir sjálfir alist upp í þannig umgjörð líkt og foreldrar, ömmur og afar nemenda. Þess vegna veitir hún öryggi og sumir kennarar óttast að missa tökin ef þeir brjóta hefðina, jafnvel margra ára háskólanám virðist ekki alltaf megna að breyta því og hvað ætti svo sem að koma í staðinn?  Varla trúir því nokkur að hávært upplausnarástand sé betri kostur?

Eitt sinn barst það í tal í hópi kennara hvað það væri góð tilfinning þegar allir nemendurnir eru svo þöglir og sjálfbjarga að kennarinn þurfi í rauninni bara að vera til staðar öryggisins vegna. Það kom flestum á óvart þegar einn kennarinn mótmælti og sagði að þannig ástand bæri vott um að verkefnin sem nemendur væru að fást við væru of auðveld. Tökum þjálfara íþróttaliðs sem dæmi, sagði hann, það væri lélegur þjálfari sem teldi að liðið hans væri svo gott að hann léti liðsmennina óáreitta á æfingum en sæti bara á bekknum og læsi blöðin.  Nei, góður þjálfari leggur sig alltaf fram um að ná því besta út úr öllum sínum mönnum og hann hættir aldrei.  Þannig á góður kennari líka að vera, fullyrti kennarinn, hann á að leita uppi styrkleika hvers einasta nemanda og hvetja þá stöðugt áfram með því að láta þá fást við áhugaverð og ögrandi viðfangsefni og hrósa þeim fyrir framfarir. Einhverjir mölduðu í móinn og bentu á að öfugt við íþróttir snerist nám ekki um keppni.

Hér komum við að spurningunni um tilgang skólans.  Samkvæmt þeim lögum og námsskrá sem grunnskólanum ber að starfa eftir þá er skólinn fyrir nemendur.  Það er hlutverk starfsmanna skólans að trygggja að velferð nemenda sé alltaf í forgangi.  Það á m.a. að kenna nemendum að lifa og starfa í lýðræðissamfélagi, þeir eiga að þjálfast í samvinnu og samræðu og læsi í víðum skilningi, eflast í sjálfstæði og ábyrgð og rækta með sér sköpun og frumkvæði svo fátt eitt sé nefnt. Það er erfitt að sjá slíkt dafna í hinum dæmigerða þögla, iðjusama bekk. Þessir þættir verða aðeins efldir í lifandi umhverfi þar sem nemendum er sífellt ögrað með áhugaverðum verkefnum, ekki í þeim tilgangi að verða betri en hinir, heldur til að verða betri í dag en í gær. Ekki aðeins í lestri og stærðfræði heldur líka í því að tjá skoðanir sínar og tilfinningar, hlusta á aðra, setja sig í annarra spor, sýna frumkvæði og taka ábyrgð. Með öðrum orðum að verða betri borgari í góðu samfélagi.  Umgjörðina þarf að sníða að því.

NKC

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s