Það er margt sem skiptir máli í fari kennara sem gerir þá að frábærum kennurum. Hæfni, menntun, þekking, gagnrýning hugsun og fleira sem tengist fagmennsku kennara skiptir að sjálfsögðu miklu máli.
Til viðbótar við ofangreint og skiptir ekki síður máli, þá eru frábærir kennarar:
Góðviljaðir
Frábærir kennarar sýna nemendum,samstarfsfólki, foreldrum og öðrum í kringum sig góðvild. Góðvild kennara hjálpar nemendum að finnast þeir eiga heima í kennslustofunni, að upplifa að kennarinn hafi áhuga á þeim og finnist þeir skipta máli.
Miskunnsamir
Kennsla er starfsgrein sem einkennist af mannúð og miskunnsemi er mikilvægur eiginleiki frábærra kennara. Með því að vera miskunnsamur sýnir þú öðrum að þú viljir þeim allt það besta. Með athöfum sínum ýtir miskunnsamur kennari undir það að nemendur hans verði víðsýnir og fordómalausir.
Ríkir af samkennd
Samkennd er mjög mikilvægur eiginleiki sem mikilvægt er fyrir frábæra kennara að þróa með sér og hjá nemendum sínum. Það að geta sett sig í spor fólks og horft á aðstæður út frá sjónarhóli annarra getur haft mikil áhrif á þær ákvarðanir og athafnir sem kennari grípur til.
Jákvæðir
Að vera jákvæð manneskja er ekki auðvelt. Að vera jákvæður kennari er enn erfiðara í þeim erfiðu aðstæðum sem oft blasa við þeim í starfi. Samt sem áður er mikilvægt að reyna að halda sér jákvæðum þrátt fyrir allt, því það hefur bæði góð áhrif á nemendur og alla aðra.
Uppbyggilegir
Frábær kennari byggir brýr milli fólks, tengir það saman og skapar samfélag. Frábær kennari reynir stöðugt að betrumbæta það sem á sér stað innan og utan kennslustofunnar.
Áhrifaríkir
Allir horfa í átt að frábærum kennurum og vilja verða eins og þeir. Betri kennarar, betri nemendur eða betri manneskjur. Frábærir kennarar koma auga á fjársjóði, möguleika og töfra í ýmsu sem öðrum er hulið.
EK