Jól við allra hæfi

I said the f ord (1)Nýlega rak á fjörur mínar röð tölvupósta frá mannauðsstjóra í ótilgeindu útlendu fyrirtæki. Í fyrsta póstinum auglýsir mannauðsstjórinn kátur væntanlegt jólateiti starfsmanna. Í pósti sem hann sendir næsta dag biðst hann forláts á því að hafa í ógáti sært starfsmenn sem eru gyðingatrúar og leggur áherslu á að það hafi alls ekki verið ætlunin að gera meira úr hátíð kristinna manna en trúarhátíð þeirra. Næstu daga sendir hann svo hvern tölvupóstinn á fætur öðrum þar sem hann bregst við gagnrýi ýmissa starfsmanna á fyrirkomulag jólateitisins. Hann segist virða þörf alkahólista fyrir sérstaka tillitssemi, býður matarfíklum borð lengst frá eftirréttarborðinu og grænmetisætunum sæti fjarri „líkbrennslunni“. Hann fullvissar homma um að þeir fái að sjálfsögðu sérstakt borð með blómaskreytingu og ef ég man rétt tekur hann fram að lespíur þurfi ekki að sitja þar frekar en þær vilji. Með lestri tölvupóstanna skynjar maður vonlausar tilraunir vesalings mannauðsstjórans til að gera öllum til hæfis. Síðasti tölvupósturinn kemur svo frá staðgengli mannauðsstjórans sem kominn er í veikindaleyfi í kjölfar mikillar streitu. Lái honum hver sem vill.

Tölvupóstarnir eru auðvitað brandari, en eins og svo oft fylgir gríninu nokkur alvara. Málið er að það er hreint ekki eins einfalt að halda jól nú og áður. Frá fyrri kennaraárum mínum minnist ég fáeinna Votta Jehóva sem ekki tóku þátt í jólahaldi, en þeir virtust ekkert hafa á móti því að aðrir fylgdu ríkjandi hefðum, því jólin eru ekki síst hefðir. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu eru ekki allir sáttir við framkvæmd jólaundirbúnings þá sér í lagi kirkjuferðir og kristna siði í grunnskólum. Mótmælin beinast að því að verið sé að mismuna fólki eftir trúar-eða lífsskoðunum, það sé beinlínis verið að þröngva kristinni trúarhátið upp á börnin, hvort sem þau vilja það eða ekki.

Langt er síðan Ameríkanar fóru að nota orðið „christmas“ sparlega til að forðast áhrif kristninnar á hátíðina miklu. Trúin hefur alltaf verið mikið hitamál en enginn mótmælir því að börnum séu sagðar sögurnar um íslensku jólasveinana þó þeir séu þjófahyski upp til hópa og Grýla móðir þeirra mannæta sem á auk þess kött sem hámar í sig fátæk klæðalaus börn.

Það var vissulega auðveldara að lifa í því einsleita samfélagi sem ég ólst upp í. Kannski voru ekki alltaf allir sáttir við allt en þá beygðu menn sig fyrir hefðunum og vilja meirihlutans og sjaldan eru hefðirnar jafn sterkar eins og einmitt á jólunum. Það er ekki lengur sjálfsagt að allir fylgi straumnum sem er auðvitað blessun en getur jafnframt verið afar flókið. Ég þekki t.d. fimm manna fjölskyldu sem er með fjóra mismunandi aðalrétti á aðfangadagskvöld, grænmetisrétt fyrir einn, rjúpu fyrri annan, hamborgarhrygg fyrir tvo og kjúkling fyrir þann fimmta. Mér er ekki kunnugt um fjölda eftirrétta, en væntanlega eru þeir ekki færri. Það er sannarlega vandlifað í veröld , sem stundum er kennd við postmodernity eða síðnútíma, en eitt helsta einkenni hans er einmitt að aðhald gamalla hefða og gilda leysist upp. Í síðnútímanum gera æ fleiri táð fyrir að tekið sé tillit til vilja þeirra. Það er ekki einfalt að finna jafnvægi í þessum tveimur öfgum, annars vegar þeim að allir ganga í takt og hins vegar að hver og einn gangi eins og honum hugnast best. Slíkt jafnvægi krefst ekki síst gagnkvæms skilingis, umburðarlyndis og náungakærleika. Getum við a.m.k. ekki orðið sammála um að jólin eigi einmitt að snúast um þessi gildi?Gleðileg jól.

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s