Tuttugu ráð til að þróa jákvæð samskipti  kennara og foreldra

bornadleik3Í dagsins önn er hætt við að kennarar nái ekki að sinna foreldrum eins vel og æskilegt er, en fátt  styður jafn vel við nám nemenda og líðan eins og virðing og traust foreldra gagnvart kennaranum.  Hér eru tuttugu ráð til að þróa jákvæð samskipti kennara og foreldra þau eru í megin dráttum tekin  af vef Edutopia

  1. Brostu þegar þú hittir foreldra

Heilsaðu þeim. Gakktu úr skugga um að a.m.k. 90% af samskiptum þínum við foreldra séu jákvæð, hlýleg og vinsamleg. Flestir foreldarar hitta kennara barna sinna ekki oft en áhrifin sem þeir verða fyrir þegar þeir mæta kennunum á göngum skólans geta varað lengi.

  1. Legðu nöfn foreldra á minnið

Ef þú ert umsjónarkennari lærðu þá nöfn foreldra nemenda þinna og hvernig á að bera þau rétt fram.

  1. Gerðu foreldrum grein fyrir fyrirætlunum þínum

Seigu þeim að þú viljir vera í samstarfi við þá, að þú metir framlag þeirra mikils og hlakkir til samstarfsins.

  1. Hafðu tíð og fjölbreytt samskipti

Seigu frá því sem er að gerast í bekknum (vikulega er mjög gott): Hvað eru nemendur að læra, hvaða árangri þeir hafa náð, frá væntingum þínum, frá áhuga nemenda og um framfarirnar sem þú sérð. Bentu á spurningar sem foreldrar gætu lagt fyrir börn sín: „Biðjið barnið um að segja frá því sem þau lærðu um ánamaðka í síðustu viku“ eða „ Biðjið barnið um að lesa hækuna sem það samdi“ .

  1. Jákvæð símtöl

Ef þú ert umsjónarkennari hringdu þá heim til allra nemenda þinna fyrstu tvær vikurnar í  skólaárinu og síðan reglulega eftir það. Ef þú kennir mörgum nemendahópum ættir þú að hringja heim til þeirra nemenda sem þú telur að þurfi mest á því að halda.

  1. Færðu góðar fréttir

Byrjaðu alltaf á því að hrósa þegar þú ræðir við foreldra um barnið þeirra. Það er hægt að segja eitthvað jákvætt um öll börn, finndu það og deildi því með foreldrunum.

  1. Notaðu túlk

Ef þú getur ekki talað tungumál foreldranna fáðu þá aðstoð túlks a.m.k. fyrir einn fund eða símtal. Legðu þig sérstaklega fram um að ná til þessara foreldra og finndu út í samráði við foreldrana hvernig besta er að haga samskiptunum.

  1. Tungumálið er áhrifaríkt

Hafa þarf í huga að huga að fjölskyldur eru fjölbreyttar. Gættu þess að ganga ekki  út frá því að móðir sé gift eða ógift og ef hún er gift gefðu þér þá ekki að hún sé gift karlmanni. Lærðu að spyrja opinna spurninga og hafðu skilning á því að það vilja ekki allir foreldra deila öllum upplýsingum.

  1. Spurðu um barnið

„ Hvað finnst barninu gaman að gera þegar það er ekki í skólanum?“ Hvað fólk er í lífið þess – fjölskylda og vinir? Hverja telur þú vera jákvæðustu þættina í persónuleika barnsins? Hvernig var hann þegar hann var lítill?“ Sýndu áhuga á því að kynnast nemanda þínum.

  1. Hlustaðu á foreldra

Hlustaðu í alvöru. Þeir vita mjög mikið um barnið sitt.

  1. Brostu til barnsins þegar þú ert að tala við forelda að barninu viðstöddu

Brostu og náðu augnsambandið við barnið til að sýna fram á að þér sé annt um það. Hrósaðu því frammi fyrir foreldrum sínum. Ræddu svo áhyggjur þínar, ef þörf er á því.

  1. Bjóddu foreldrum að leggja sitt af mörkum

Leitaðu eftir því við foreldra að þeir leggi sitt af mörkum í skólanum. Það er sérstaklega mikilvægt þegar það er í tengslum við  námsskrá en einnig gætu þeir sagt frá heimamenningu sinni, áhugamálum og sérstakri þekkingu. Mikilvægt er að skipuleggja þetta vel og með góðum fyrirvara.

  1. Foreldar velkomnir í skólann

Margir foreldar vilja koma í skólann en veigra sér við því einkum þegar börnin eldast. Þegar  hlutverk foreldra eru vel skilgreind og þeir finna að þátttaka þeirra skiptir máli er mun líklegra að þeir komi. Gæta verður þess að heimsóknir foreldra í skólann séu skipulagðar af umsjónarkennara og í samræmi við þarfir foreldra og með góðum fyrirvara.

  1. Vertu nákvæmur

Bentu foreldrum á mismunandi leiðir til að styðja barn sitt í náminu: „ Þú getur hjálpað barninu í stærðfræði með því að biðja það um að útskýra hvernig það fann svarið“ eða „Þegar þú ert að lesa fyrir barnið biddu það þá um að segja þér hvað það haldi að muni gerast næst“.

  1. Deildu úrræðum

Ef foreldrar bera áhyggjur undir þig vertu þá tilbúinn til að benda þeim á hvernig og hvar hægt er að leita úrræða. Ef þú berð áhyggjur þínar upp við þau, vertu þá líka tilbúinn til að finna lausn með þeim.

  1. Útskýrðu skólakerfið

Gefðu þér tíma til að hjálpa foreldrum, sem ekki þekkja skólakerfið, til að skilja það.

  1. Gerðu ráð fyrir hlutdeild foreldra í ákvörðunum sem varða barnið þeirra

Taktu vel á móti tillögum foreldra, gefðu þeim upplýsingar sem hjálpa þeim til að mynda sér skoðanir og hlustaðu á niðurstöður þeirra.

  1. Þakkaðu foreldrum

Þakkaðu foreldrum bæði persónulega og líka í vikulegum póstum. Seigu frá jákvæðum áhrifum þeirra á bekkjabraginn og á nám nemenda.

  1. Leyfðu foreldrum að njóta sigranna

Láttu foreldra vitað þegar börnum þeirra gengur vel bæði námslega og félagslega.

  1. Gleðjist saman

Það styrkir öll samfélög þegar fólkið gleðst saman. Byrjaðu árið með fundi þar sem allir leggja einhvern mat á borðið (Pálínuboð).  Fátt bindur fólk jafn vel saman og matur og umræður um mat. Eðlilegast er að þetta sér gert í samstarfi við bekkjarfulltrúa.

 NKC

One response to “Tuttugu ráð til að þróa jákvæð samskipti  kennara og foreldra

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s