Drill, uppgötvun eða… ?

epliDrill eða uppgötvun? Þetta hefur lengi verið spurningin varðandi stærðfræðikennslu. Hann virðist ætla að lifa góðu lífi ágreiningurinn um hvort það sé mikilvægara að börn læri að skilja stærðfræði með uppgötvun og umræðum eða hvort þekkingin muni smámsaman síast inn með endurteknum reikningsdæmum líkt og dropinn sem holar steininn. Fyrir skömmu átti ég samtal við föður sem er mjög áhugasamur um nám barna sinna. Hann hafði áhyggjur af því hversu takmarkaða æfingu börnin hans fá í reikningi og var sannfærður um að skólinn væri að svipta þau mikilvægri menntun. Hann benti á að það væri  æfingin sem skapaði meistarann í stærðfæði engu síður en í öðru. Þessi pabbi hafði gripið til þess ráðs að kaupa sjálfur reiknisbækur handa börnunum sínum til að tryggja að þau læri almennilega stærðfræði heima hjá sér. Þessi ágæti pabbi hafði litla trú á þeim kennsluaðferðum sem notaðar eru í skólanum þar sem ætlast er til að börnin öðlist skilning á stærðfræði með allskyns þrautalausnum og tilraunum, en svo lærðu þau ekkert að reikna.

Eins og það sé ekki nóg að þurfa að glíma við spurninguna um drill eða uppgötvun þá hefur nú þriðja leiðin bæst við, en hún snýst um að nemendur læri hugtök. Í viðtali við Dr. Andreas Scleicher, yfirmann menntamála hjá OECD sem birtist í Viðskiptablaðinu 6. mars s.l., segir hann að íslenskir kennarar kenni stærðfræði með kennsluaðferðum 20. aldarinnar en að 21. aldar kennsla eigi að snúast um að kenna nemendum hugtökin á bak við vandamálin.

Hún snýst um að hjálpa nemendum að átta sig á því að stærðfræði snýst ekki um stærðfræðilegar aðferðir. Hún snýst ekki um formúlur eða jöfnur heldur snýst hún um ákveðið tungumál. Tungumál sem þú getur notað til að skilja heiminn betur. Ef nemendur hafa djúpan skilning á hugtökunum þá mun þeim vegna vel í framtíðinni. Ef nemendur kunna bara að endurtaka stærðfræðidæmi sem þeir læra í skólanum þá ná þeir engum árangri í framtíðinni.

Það er geta nemandans til að vinna úr þekkingu sinni sem skiptir máli – geta til að nota þekkingu á skapandi hátt. Í hnotskurn snýst þetta um það að heimurinn borgar þér ekki lengur fyrir það sem þú veist, því Google veit allt. Heimurinn borgar þér fyrir það hvernig þú getur nýtt þekkingu þína. Þetta krefst nýrra nálgunar í kennslu og er að mati Dr. Scleicher stærsta áskorun sem skólinn stendur frami fyrir í dag.

Það er vel kunnugt að viðhorf okkar til skólans og menntunar geta verið býsna íhaldssöm og það eru ekki síst foreldrar sem vilja oft standa vörð um „gamla góða skólann“ það fer ekki saman við kröfurnar um að skólinn aðlagi nám og kennslu að samfélagi sem er í stöðugri og æ hraðari þróun. Í þessu er fólgin mikil áskorun.

NKC

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s