Kennari ber ábyrgð á að tengjast nemendum sínum

tengjaKennarar þurfa nauðsynlega að búa yfir hæfni til að mynda samband við fólk ,  því kennarar verða að geta myndað  samband við nemendur sína og tengst þeim, m.a. til þess að fá þá með sér í lið og til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Þeir þurfa líka að mynda sambandi við foreldra nemenda og samstarfsfólk sitt. Það er eitt af mikilvægum hlutverkum kennara að taka meðvitað frumkvæði í þessum efnum, svo það verði ekki tilviljunum háð hvaða nemendum hann tengist og hverjum ekki.

Goleman (1995 ) segir að það að ná góðu sambandi við fólk felist ekki síst í því að geta haft áhrif á tilfinningar annarra. Með því að mynda sterk sambönd  tekst sterkum leiðtogum að fá fólk með sér og skapa andrúmsloft samheldni og trausts.  Hæfnin til að mynda samband við fólk  er því algjör grundvallarhæfni sem  kennarar þurfa að búa yfir. Þetta er hæfni sem er dýrmæt en jafnframt vandmeðfarin. Þeir sem geta haft áhrif á tilfinningar fólks þurfa að búa yfir sterkum siðferðislegum grunni og misnota ekki þessi hæfni sína.

Mér finnst  að ekki sé hægt  að vinna með börnum án þess að mynda við þau einhverskonar tengsl, en líklega  hafa kröfur um sterk tengsl milli kennara og nemenda verið minni þegar börn voru skemur í skólanum. Starf kennarans þá var að kenna og börnin áttu að nema og ekki var endilega gert ráð fyrir öðrum tengslum.  Í dag eru nemendur mun lengur í skólanum og þurfa því meira á því að halda að mynda gott samband við kennarann sinn. Kennari sem  getur skapað stekt samband við nemendur sína  ýtir undir það að nemendum líði vel í kennslustofunni, þeir njóti sín hver á sínum forsendum og finni til löngunar til að  leggja sig fram við vinnu sína. Nordahl (2004) bendir á að nemendur sem eru í góðum tengslum við kennara sinn þrífist betur í skólanum og hann segir einnig að kennari sem eigi í góðum tengslum við nemendur eigi við færri agamál að stríða. Því er nauðsynlegt fyrir bæði kennara og nemendur að tengsl milli  þeirra séu góð.

Marzano og Marzano (2003-2004) segja að í meira en 100 greiningum (meta-analysum) komi fram að tengsl milli kennara og nemenda séu lykilatriði í bekkjarstjórnun sem er lykilþáttur í árangri nemenda í skóla. Marzano og Marzano (2003-2004)  halda því einnig fram að kennarar sem eiga góð tengsl við nemendur sína eigi við 31% færri agavandamál að stríða.

Mikilvægt er því að kennarar séu meðvitaðir um það hvað góð tengsl við nemendur hafa mikil áhrif  á það hvernig börnum vegnar í skólanum. Þegar kennarar hafa gert sér grein fyrir því þurfa þeir að leggja sig fram um að tengjast nemendum og fjölskyldum þeirra til að tryggja að öllum líði vel í bekknum/ hópnum hjá þeim og nái þeim árangri sem í þeim býr.

EK

Heimildir

Goleman, D. (2000).Tilfinningagreind. Reykjavík. Iðunn.

Marzano, R.J og Marzano, J.S. 2003-2004. The key to classroom management. The Best of educational leadership 2003-2004. Bandaríkin. ASCD.

Nordahl, T. 2004 (2. útgáfa, 1. útgáfa 2002). Eleven som aktör. Osló. Universitetsforlaget.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s