Mælir Pisa gæði Norrænu skólanna?

fingramalningÉg er auðvitað ekki alveg hlutlaus þegar ég held því fram að óvíða í heiminum sé jafn gott að búa og ala upp börn eins og á Norðurlöndunum. Þar eiga öll börn rétt á menntun, heilbrigðiskerfið er með því besta sem þekkist, félagskerfið er til fyrirmyndar og lýðræðið afar vel þróað svo það helsta sé nefnt.  Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Columbia háskóli birti nýlega eru Norðurlandabúar auk þess í hópi hamingjusömustu þjóða í heimi. Þar sitja Danir í efsta sæti, Norðmenn í öðru sæti, Svíar í fimmta sæti og Íslendingar í níunda sæti, en hafa oft verið ofar . Löndin fjögur: Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Ísland eiga það ekki aðeins sameiginlegt að státa af hamingjusömustu íbúum heims heldur raðast þau líka á svipaðan stað á kúrfunni sem sýnir niðurstöður Pisa könnunarinnar sem á að segja okkur að skólakerfið í þessum löndum sé í meðallagi gott.

Góður skóli er í sjálfu sér ekkert markmið heldur miklu frekar  sú menntun sem nemendurnir njóta og það samfélag sem þeir móta m.a. á grunni þeirrar menntunar. Má þá ekki draga þá ályktun að menntunin á Norðurlöndunum sé með því besta sem gerist í heiminum? Er hugsanlegt að Pisa sé ekki að mæla helstu gæði Norrænu skólanna? Er rangt að álykta að staðsetning Norðurlandanna á Pisa kúrfunni sé afar eftirsóknarverð?

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s