Áhrif einkaskóla á almenna skólann

bekkurinnÁ Íslandi hafa einkaskólar ekki orðið jafn umfangsmiklir í skólakerfinu og í mörgum öðrum löndum, sem dæmi má nefna að í Danmörku eru nú á sjötta hundrað einkaskólar starfandi með mismunandi áherslur.  Hvað hér hefði orðið ef kreppan hefði ekki hellst yfir okkur er hinsvegar ekki gott að segja. Umfjöllun um einkaskóla – almenna grunnskólann hefur því ekki orðið jafn áberandi hér og víða annarsstaðar.  Umræðan í útlöndum snýst um rétt foreldra til að hafa meiri áhrif á skólastarfið, um aukið námsframboð, sérstakar áherslur eins og trúmál, lífsstíl og uppeldisstefnur, um að bestu kennararnir séu keyptir út úr almennu skólunum og um stéttaskiptingu svo dæmi séu tekin. Einhvertímann rakst ég á grein í dönsku blaði þar sem stjórnmálamenn voru gagnrýndir fyrir að hafa börn sín í einkaskólum og gefa þar með til kynna að almenni grunnskólinn, sem þeir stýra, væri nógu góður fyrir börn almennings en ekki nógu góður fyrir börnin þeirra.

Í The Guardian birtist nýlega grein um einkaskólann og almenna skólann undir yfirskriftinni  Þegar við veljum að senda börnin okkar í almenna skólann stuðlar það að auknum gæðum hans.

Í greininni kemur fram að í Ástralíu séu skólamál verulegt hitamál meðal stjórnmálamanna og tilfinningaþrungið og  flókið vandamál fyrir foreldra og kjósendur. Vísað er til viðamikillar rannsóknar á viðhorfi Ástrala til einkaskólans og  almenna hverfisskólans. En þar hefur orðið mikil og ör uppbygging á einkaskólum. Engu að síður gefa niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að Ástalir séu enn á báðum áttum um hvort einkaskólar séu lykilinn að árangri síðar í lífinu. Aðeins 3 af hverjum 10 svarenda í rannsókninni telja að nemendur sem stunda nám í almennum grunnskóla nái síður árangri  í lífinu en þeir sem sækja einkaskóla.  Þó kemur fram að ekki er borið jafn mikið traust til þess að opinberi skólinn komi til móts við þarfir einstakra nemenda og fjölskyldna. Hið ríkjandi viðhorf virðist vera að ef þú borgar beint til einkaskólans þá verður hann að koma fram við þig eins og mikilvægan viðskiptavin.

Rannsóknin sýnir ennfremur að  neikvæð viðhorf til opinbera kerfisins valda því að sumir áhyggjufullir og önnum kafnir foreldrar gefa almenna skólanum aldrei tækifæri til að sanna sig. Aðrir halda því fram að það sé í lagi að hafa börnin í almennum grunnskóla fyrstu sex árin en þegar þau fari í unglingaskóla og námiði orðið alvarlegt  þurfi þau á einkaskólanum að halda. Jafnvel foreldrar, sem hafa ekki í huga að senda börnin sín í einkaskóla, álíta að menntunin í einkaskólunum sé betri

Höfundur greinarinnar telur að  menntun í almenna skólanum verði að vera mjög góð. Ef almennir hverfisskólar eru góðir þá munu foreldrar kjósa þá fyrir börnin sín. Og flestir almennir skólar eru nú þegar góðir, en ekki allir og þar liggur hundurinn grafinn. Vandinn bítur nefnilega í skottið á sjálfu sér. Ef foreldrar taka börn sín úr hverfisskólanum þá fer honum að hraka sem verður til þess að fleiri áhyggjufullir foreldrar hverfa á braut með börnin sín. Og steinninn heldur áfram að rúlla því nýir foreldrar sniðganga skólann algerlega annað hvort með því að senda börn sín í aðra almenna skóla eða. Að mati höfundarins  er eina leiðin til að auka gæði hverfisskólans því sú að fjölskyldurnar haldi sig við hann og að nýju fjölskyldurnar bætist í hópinn.

Til að tryggja góða almenna hverfisskóla þá verðum við að standa með skólunum og styðja þá til framfara í stað þess að flytja börnin í einkaskóla.  Foreldrarnir þurfa að geta treyst því að kerfið muni tryggja börnum þeirra gæði hvað varðar menntun en einnig menningarlega og félagslega. Það þarf því að leggja ríka áherslu á að ávinna hinum opinbera skóla traust. Almenni skólinn líður fyrir það þegar foreldrar taka börn sín þaðan en ef nægilega margir foreldrar  halda tryggð við opinbera skólakerfið þá mun því fara fram og ávinningurinn mun flæða, segir að lokum.

NKC

2 athugasemdir við “Áhrif einkaskóla á almenna skólann

  1. Bakvísun: Áhrif einkaskóla á almenna skóla | Innihald.is | Þjóðmál – Afþreying·

  2. Bakvísun: Hvað við segjum eða hvernig við segjum það? | Ingvi Hrannar·

Færðu inn athugasemd