Nýir kennarar

hlutverkÁ hverju hausti er einhver hópur kennara að taka sín fyrstu skref í kennslu. Það er mikilvægt að samstarfsfólk þeirra sé styðjandi við þá og rifji upp hvernig það var að vera í þeirra sporum og á hverju þeir lærðu mest. Vonandi er sá tími liðinn sem maður heyrði sögur af, að nýji kennarinnn fékk  erfiðasta bekkinn og svo biðu þeir reyndu eftir því að hann gæfist upp.  Eða sá tími að allar hugmyndir nýja kennarans voru drepnar niður af þeim kennurum sem fyrir voru. Kannski hafa þessar sögur aðeins verið goðsagnir sem ekki áttu sér neina stoð í raunveruleikanum.
Það er mjög mikilvægt fyrir nýja kennara að vera innan um reynda kennara sem eru stoltir af starfinu sínu og geta rætt um það hvernig þeir náðu tökum á því. Mér þykir leitt að hafa heyrt með  stuttu millibili  af ungum kennurum sem töluðu um að mórallinn á kennarastofunni hefði fælt  þá frá starfinu. Þeim fannst svo þreytandi að hlusta á reyndu kennarana nánast eingöngu tala neikvætt um starfið sitt og kvarta yfir öllu sem þeim fannst að. Annar þessara  nýju kennarar  flutti sig  í skóla þar sem honum fannst andrúmsloftið í kennarahópnum uppbyggilegra, þar sem  hugsað var í lausnum og fólk virtist ánægt og stolt af starfsvettvangi sínum. Hinn kennarinn fann sér annan starfsvettvang, þrátt fyrir að hafa haft ánægju af því að kenna.
Áhif þeirra kennara sem eru fyrir í skólunum geta því verið bæði niðurdrepandi og hvetjandi. Þar þarf hver og einn að líta í eigin barm og velta fyrir sér hvorum hópnum hann vill tilheyra, þeim styðjandi eða þeim sem fælir ungt fólk frá kennslu.

Fimm fyrstu árin í kennslu virðast vera einna erfiðust og margir flosna upp úr starfinu áður en þau ár líða. Það er örugglega engin ein skýring til á því hvað þarf til svo nýjum kennurum gangi betur að tileinka sér starfið en margt getur stutt við nýja kennara. Bæði í umhverfi þeirra , samstarfsfólk og  vinnuumhverfi.
En viðhorf nýrra kennara til starfsins skipta  líka máli. Það getur verið hætta á því að ungur kennari sem hefur mjög sterka sýn á það hvernig bekkurinn hans á að vera gefist fljótt upp ef  ekki tekst að ná fram þeirri sýn  í fyrstu tilraun.

Hér er grein sem ætluð er nýjum kennurum þar sem þeim er t.d.bent á að það að ná tökum á starfinu tekur tíma.  Í greininni er talað um að ekki sé gott  að stefna að fullkomnun mikilvægara sé að læra af mistökum og því sem á sér stað í kennslustofunni. Þannig læri maður smátt og smátt og nái stöðugt betri tökum á starfinu.

Það eru þrjú atriði sem greinarhöfundur bendir á að gott sé fyrir kennara sem eru nýir í starfi að hafa í huga (líklega getur þetta átt við alla kennara).

  1. Ekki láta starfið heltaka þig.
    Farðu út með vinum þínum og  gerðu það sem þér finnst skemmtilegt. Með því verður auðveldara að takast á við starfið.
  2. Fangaðu augnablikin í kennslustofunni  á mynd.
    Njóttu þess að rifja upp og skoða myndir af nemendum, verkefnum og því hvernig þú skipulagðir kennslustofuna þína. Ekki láta þetta allt fara í glatkistuna.
  3. Haltu dagbók um fystu árin.
    Skrifaðu daglega eða einu sinni í viku um reynslu þína. 15 mínútur í einu er nóg. Talaðu við sjálfa/n þig í eigin dagbók og skoðaðu eigin tilfinningar gagnvart starfinu eða settu upp blogg þar sem aðrir geta fylgst með þér að takast á við það verkefni að vera nýr kennari.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s