Eflaust hafa margir séð þetta myndband
þar sem kennari skapar andrúmsloft fordóma í kennslustofunni hjá sér til að kenna nemendum hvernig fordómar geta orðið til og hvaða líðan þeir vekja.
En það er vel við hæfi að setja það hér inn í dag, á deginum þegar 50 ár eru liðin frá því Martin Luther King hélt „I have a dream“ ræðu sínu.
Þetta er eldfimt efni og kennari sem gerir hluti eins og þessi kennari gerir þarf að vera vel hæfur til að ráða við aðstæðurnar og skipuleggja þetta mjög vel.
Myndbandið er örugglega hægt að nýta til samræðu með nemendum.
Annar vinkill á þessu er líka að skoða hversu áhrif kennarans eru sterk og hvað það sem hann segir og gerir skiptir miklu máli fyrir allt andrúmsloft í kennslustofunni.
EK