Fyrirgefðu

crayons2Ósjaldan verða kennarar  vitni að því þegar barn, sem beitt hefur annað barn órétti eða ofbeldi, endar ferlið með því að kasta fram orðinu FYRIRGEFÐU, oft vegna þess að einhver fullorðinn hefur hvatt hann eða hana til þess. Þar með er málið dautt  og allir sáttir, eða hvað?

Með því að segja fyrirgefðu er þess vænst af þolandanum  að hann fyrirgefi þann órétt sem hann hefur verið beittur hvort sem honum líkar það nú betur eða verr. Ábyrgðin er hans, hann á að fyrirgefa þeim sem á honum braut. Geri hann það ekki þá er hann að búa til vandamál eða a.m.k. að hindra lausn þess.  Frá blautu barnsbeini er okkur kennt að það sé göfugt að fyrirgefa og ekki ætla ég að mótmæla því,  en hvaða lærdóm draga viðkomandi börn af þessu?

Á námskeiði sem ég sótti um ofbeldi í skólum, og ég hef áður fjallað um í Krítinni,  var m.a. fjallað um nauðsyn þess að börnin lærðu að ígrunda hegðun sína, að skilja merkingu gerða sinna og hugtaksins fyrirgefðu. Það nægir því ekki að kasta fram einu „fyrirgefðu“ og snúa sér svo að næsta verkefni  heldur þarf viðkomandi barn að gera grein fyrir því hvaða verknaður það  er sem það biðst fyrirgefningar á og hvers vegna það er mikilvægt. Barn sem hefur notað meiðandi orð um félaga sinn ætti því að biðjast fyrirgefningar á því sem það sagði og útskýra með eigin orðum hvers vegna þetta var rangt t.d. með því að gera grein fyrir að það sem hann sagði hafi sært. Oft vilja börn (og ekki síður fullorðnir) bæta við réttlætingu t.d.“ ég gerði þetta bara vegna þess að þú varst búinn að segja…“  og þar með hefst sagan endalausa, sem allir kennarar þekkja. Til að koma í veg fyrir hana má spyrja báða aðila hvað hefði verið betra að gera í þessum aðstæðum og hrósa fyrir góðar tillögur.

Öll viljum við lifa í samfélagi mannréttinda og öryggis og þar getur skólinn í samstarfi við foreldra lagt ómetanlegan grunn.  Skólar fara ýmsar leiðir til að kenna nemendum ábyrg samskipti það eru t.d. til skólar sem nota Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna  sem grundvöll að öllum samskiptum og kenna nemendum  að hafa hann að leiðarljósi.  Hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar  eða  uppeldi til ábyrgðar  miðar einnig að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga.  Lesa má um stefnuna í grein Guðlaugar Erlu Gunnarsdóttur og Magna Hjálmarssonar  í NETLU   

Í hnotskurn snýst málið um að hugsunarlaus notkun orðsins fyrirgefðu getur verið ódýr og innihaldslaus lausn sem setur ekki aðeins ábyrgðina á þann sem síst skyldi heldur getur hún hamlað  því að börn læri að skilja rétt sinn og ábyrgð.

NKC

One response to “Fyrirgefðu

  1. Takk fyrir, hefði sjálf viljað að þessi grein hefði komið fram nokkrum árum fyrr.
    Kennarar og skólar, endilega gerið ykkar besta í að hjálpa börnunum sem eru lögð í einelti, ekki reyna að flýta ykkur að ljúka málinu því þetta er ekki það einfalt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s