Hagnýt ráð í skólabyrjun um samstarf við foreldra

ftahengiNú þegar skólinn er að byrja er í mörg horn að líta hjá kennurum eitt af því sem má samt ekki gleymast er samstarfið við foreldra, því þegar við stöndum vel að því frá byrjun þá er fátt sem getur létt okkur jafn mikið veturinn sem er framundan. Þegar okkur tekst að ávinna okkur traust foreldranna verður svo miklu auðveldara að takast á við það vandasama verkefni sem felst í því að bera ábyrgð á stórum og margbreytilegum hópi nemenda. Að mati fjölmargra fræðimanna felst lykillinn að góðum árgangi og hegðun nemenda fyrst og fremst í hlutdeild foreldra í námi barna sinna, (Desforges og Abouchaar, 2003)  það þurfa kennarar alltaf að hafa í huga.

Hér eru nokkur þekkt ráð sem mig langar til að deila með ykkur.

  • Haustfundir. Haltu sem fyrst fund með foreldrum.  Markmið fundarins er að gefa foreldrum hlutdeild í bekkjarstarfinu með upplýsingum, umræðum og sameiginlegum ákvörðunum. Á fundinum upplýsir þú foreldra um það hvernig kennari þú ert, hvaða væntingar þú hefur til nemendanna varðandi nám og samskipti og hvað þú gerir til að fylgja þeim eftir. Segðu frá því hvernig þú hyggist standa að samstarfinu við foreldrana varðandi börn þeirra og bekkinn og leitaðu álits þeirra. Svaraðu spurningum foreldra, hlustaðu á tillögur þeirra og reyndu að koma til móts við þær. Fáðu foreldrafulltrúana til liðs við þig til að stýra umræðum um það sem foreldrunum finnst skipta máli varðandi skólastarfið s.s. hegðun nemenda, samskipti þeirra, námið og félagsstarfið. Setjið markmið um samstarfið sem framundan er. Fáðu eitt foreldri til að vera fundarritari sem skráir niður allar ákvarðanir og sendir þér og foreldrunum eftir fundinn.
  • Gullkorn. Segðu öllum foreldrum reglulega frá því sem barnið þeirra gerir vel. Dæmi um slíkt eru Gullkorn en það eru örstutt skilaboð t.d. Kynning Jóns á Póllandi var til fyrirmyndar.
  • Verkefnin fram undan. Upplýstu foreldra um verkefni sem eru framundan í skólanum og gefðu þeim tækifæri til að fylgjast með framgangi þeirra t.d. með tölvupóstum sem börn þeirra skrifa sjálf og senda þeim úr kennslustund, með ljósmyndum eða heimsóknum í skólann.
  • Kveikjur. Gefðu foreldrum hlutdeild í verkefnum sem börnin þeirra eru að vinna með því að senda foreldrum tölvupóst þar sem þú segir frá verkefninu og hvettu þá til að ræða það við börn sín á sínum forsendum. Dæmi um slíkt gæti verið: klukkan, margföldunartaflan, landnámsmaður, aðdráttarafl jarðar o.s.frv.
  • Morgunkaffi. Bjóddu foreldrum í morgunkaffi einu sinni á önn. Þá er fyrsta kennslustundin opið hús í skólastofunni þar sem foreldrar fá kaffi og e.t.v. eitthvert kruðerý sem börn þeirra hafa bakað. Ef það hentar gætu nemendur kynnt verkefni sem þeir hafa unnið, sungið eða verið með annan flutning. Aðal atriðið er þó að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast vinnuaðstöðu barna sinna, sjá og spjalla við bekkjarfélaga þeirra, aðra foreldra og kennarann.
  • Námsmat foreldra. Gefðu foreldrum tækifæri til að meta nám barna sinna með sömu matskvörðum og þú notar. Sendu þeim námsmatsverkefni t.d. í kjölfar þess að nemendur hafa unnið með n-nn regluna. Útskýrðu að hvaða markmiðum nemendur hafa verið að vinna og hvað eigi að vera til marks um að þeir hafi náð árangri. Láttu fylgja með skýrar leiðbeiningar um hvernig best sé að þeir leggi verkefnið fyrir og meti það. Gefðu foreldrum tækifæri til að setja líka fram mat í samfelldu máli.
  • Stikkorð. Í kjölfar verkefna sem nemendur hafa verið að vinna í skólanum sendir þú öllum foreldrum í tölvupósti/sms, bara eitt orð sem tengist verkefninu t.d. ELDFJALL. Hugmyndin er gefa foreldrum tækifæri til að spyrja börn sín nánar og fá þau til að segja frá.
  • Samráðsfundir. Allir skólar sem ég hef kynnst eru með a.m.k. tvo samráðsfundið eða foreldraviðtöl á ári þar sem markmiðið er að nemandi, foreldrar og kennari skiptist á upplýsingum, ræði saman og taki sameiginlegar ákvarðanir um það sem framundan er. Þessir fundir nýtast betur þegar fundarefnið og markmið fundarins eru send heim fyrir fundinn. Hér þarf kennarinn að gæta þess að gefa foreldrum og nemanda ekki minni tíma til að tjá sig en hann notar sjálfur. Allir foreldrar og nemendur ættu að fara ánægðir og vongóðir frá þessum fundum.

Nánar má lesa um ofangreind viðfangsefni í bókinni Skóli og skólaforeldrar, ný sýn á samstarfið um nemandann, sem Iðnú gefur úr.

Það ætti að vera óþarft að minn á að skólinn starfar í samfélagi fjölbreytileikans það þarf alltaf að taka tillit til þess og finna leiðir, í samstarfi við foreldrana, sem henta hverjum og einum.

Loks við ég minna á Foreldravefinn, en undir liðnum Lærum saman er að finna mjög góð verkefni sem ætluð eru foreldrum til að styðja við lestrarnám og stærðfræðinám  barna sinna og ástæða er til að vekja athygli foreldra ungra barna á.

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s