Aðdáun á börnum

herbergiUm daginn hlustaði ég á Grínara hringborðsins lýsa því þegar foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir flykkjast á sýningar í skólum og hjá íþróttafélögum til að horfa á börn sín troða upp. Oftast væru þetta bara sæmilegar sýningar að mati Grínaranna og ekkert í samræmi við viðbrögð foreldranna sem oft bentu til þess að um stórfengleg afrek sé ræða. Þeir rísi úr sætum til að hylla börnin, fagni og taki endalaust myndir og svo er barnið baðað í hrósi og aðdáun, jafnvel þó það hafi bara verið að hoppa eitthvað.  Svo furðar fólk sig á því að þegar stóru leikhúsin auglýsa eftir barni til að leika aðalhlutverk í sýningu að þá séu a.m.k. 100 börn sem telji sig vera vel að hlutverkinu komin.  Mér fannst umfjöllun Grínaranna óneitanlega fyndin og sá sjálfa mig í anda dáðst að börnum mínum og barnabörnum.  En svona í alvöru talað öllu gríni fylgir einhver alvara, ekki satt?

Fátt finnst mér meira þreytandi en fólk sem er fullt sjálfsálits þrátt fyrir rýra innistæðu, nema ef vera skyldi fólk sem endalaust biðst afsökunar á sjálfu sér og er fyrirmunað að koma auga á styrkleika sína.  Barn sem fær jafn mikið hrós og aðdáun fyrir það sem það gerir fyrirhafnarlaust og fyrir athafnir sem krefjast mikils undirbúnings og  vandvirkni, hlýtur að efast um merkingu hróssins og í versta falli dregur barnið þá ályktun að það sé fætt snillingur sem þurfi ekki að leggja neitt af mörkum en eigi sjálfsagðan rétt á aðdáun og virðingu. Svona einstaklingar verða hvorki sjálfum sér né öðrum til ánægju og lífið verður þeim jafnvel eintóm vonbrigði líkt og gerðist hjá söguhetjunni í Harmsögu æfi minnar, sem ég geri ráð fyrir að margir hafi  lesið.  Svo er auðvitað ekkert skárra að vera barnið sem fær alltaf skilaboð um að þurfi nú að gera betur.  Hann er sannarlega vandrataður hinn gullni meðalvegur í þessu sem í öðru. Eins og fram kom í pistli hér í Krítinni þá hafa kennarar í  Giljaskóli á Akureyri  lagt sig fram um að nota hrós með markvissum hætti, enda er hrósið dýrmæt gjöf sem þarf að fara vel með svo það verði ekki jafn verðlaust og íslenska krónan.

NKC

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s