Traust

Traust er hugtak sem oft er tengt skólastarfi og ég hef stundum heyrt aðra kennara tala um að það þurfi að sýna starfi þeirra og skólanna meira traust og virðingu. Því er ég hjartanlega sammála. Í ljósi þess að flestir kennarar sinna starfi sínu af miklum metnaði er ósanngjarnt þegar annað er gefið til kynna. Traust á skólum og starfi kennara er þó fyrst og fremst mikilvægt nemendanna vegna. Það er ekki erfitt að setja sig í spor nemanda sem verður vitni að því að farið sé neikvæðum orðum um skólann hans eða kennara. Sérstaklega ef um er að ræða foreldra hans. Hvers vegna skyldi maður leggja sig fram um að ná árangri  í lélegum skóla eða hjá vondum kennara? Það er e.t.v. auðveldara að gera sér grein fyrir áhrifunum vantrausts ef við berum skólann saman við íþróttafélag. Ef foreldrar vilja að barn þeirra stundi íþróttir sýna þeir íþrótt barnsins og félagi þess áhuga og stuðning en vísasti vegurinn til að stöðva íþróttaferil barnsins er að gera lítið úr íþróttafélaginu og þjálfaranum.

Hér áður fyrr þegar menntun var aðeins á fárra höndum var skiljanlegt að fámenn stétt sérfræðinga nyti traust og virðingar hins breiða hóps ómenntaðs fólks. Nú lifum við í allt annarskonar samfélagi þar sem aðgangur að þekkingu er nær takmarkalaus og erfitt er að gera kröfur um að njóta trausts eða virðingar, þvert á móti þarf að ávinna sér það.

Það á við um skóla og kennara líkt og aðra þeir öðlast traust með því að standa undir væntingum.  Í tilfelli skólans og kennara eru það væntingar samfélagsins ekki síst nemenda og foreldra. Þess vegna er svo mikilvægt að sameignlegur skilningur sé á hlutverk skólans og að ábyrgð skólans annars vegar og foreldra hins vegar sé ljós. Þetta krefst mun meira samstarf en almennt hefur tíðkast. Samstarfs sem einkennist af upplýsingum, samræðu og sameiginlegum ákvörðunum.

Gott samstarf leiðir af sér samkennd en fátt er líklegra til að skapa grunn að trausti og gagnkvæmri virðingu en tilfinningin um  að vera einn hópur með sama markmið – að spila með sama liði.

 NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s