Vilja kennarar steypa alla í sama mót

Er mögulegt að það sem  kennarar læra í kennaranámi verði undir þegar þeir hefja störf og þeirra eigin persónuleiki og reynsla móti starf þeirra mest. Hvaðan spretta hugmyndir um að kennarar vilji steypa alla í sama mót? Finnst kennurum mikilvægast að móta nemendur eftir sínu höfði og gera þá sem líkasta sér?  Eða eru það fordómar að halda því fram að svo sé?

Getur verið að hugmyndir kennara um menntun og það hvernig þekking verður til hafi mest áhrif á það hvernig þeir kenna?  Hvaðan koma þær hugmyndir, læra kennarar þær í námi eða seinna á starfsævinni?  Hvernig þróast hugmyndir kennara um starf sitt og það sem þeim finnst mikilvægt að leggja áherslu á?

Þessar spurningar vöknuðu hjá mér þegar ég sá myndina sem  fylgir hér með.

Þeim kennurum sem finnst mikilvægt að geta svarað spurningum í líkingu við þessar þykir mikilvægt að líta í eigin barm og velta starfi sínu markvisst fyrir sér. Kennari sem ígrundar starf sitt markvisst getur frekar breytt  starfi sínu meðvitað.   Að mínu mati er nauðsynlegt fyrir kennara að rýna  reglulega í  athafnir sínar og það sem liggur að baki því hvernig þeir kenna og hvaða hugmyndir þeir styðja sig við þegar   þeir ákveða hvað þeim finnst mikilvægt og hvað ekki.  Með því að greina það hvernig þeir vinna og hvaðan hugmyndir þeirra spretta vinna þeir síður ómeðvitað að því að reyna að gera alla nemendur eins.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s