Hvað er samræða?

Hugtakið samræða er oft í umræðunni en merking þess virðist stundum óljós. Lise Tingleff Nielsen er meðal þeirra sem halda því fram að samræðan sé mikilvægasta verkfæri kennara í samstarfinu við foreldra.  Nielsen þessi fór fyrir þróunastarfi sem unnið var í nokkrum dönskum skólum fyrir u.þ.b. áratug síðan en markmið þess var að auka þátttöku foreldra í skólastarfinu.  Í verkefninu var megin áherslan lögð á að kennarar tileinkuðu sér hugmyndafræði samræðunnar og að þeir öðluðust færni í að nýta hana.

Nielsen skilgreinir samræðuna á eftirfarandi hátt:

Samræðan er ferli sem hefur það að markmiði að báðir aðilar viti betur og að þeir komist að sameiginlegri niðurstöðu um lausn á  tilteknu vandamáli.

Samræðan krefst þess:

  • að báðir hafi áhuga á málefninu
  • að báðir hafi vilja og getu til að hlusta vel á það sem sagt er og að setja sig í spor hins.
  • að báðir séu að vissu marki tilbúnir til að skipta um sjónarhorn

(Nanna Kristín Christiansen, 2011, bls. 66).

Eins og sjá má er samræðan andstæða kappræðunnar þar sem megin markmiðið er að fara með sigur af hólmi með því að kveða andstæðinginn í kútinn, að yfirbuga með orðum, líkt og við þekkjum í Morfiskeppnum framhaldsskólanema.

Samræðan er ekki auðveld, hún krefst hógværðar og mikillar virðingar fyrir viðmælandanum.  Viðkomandi þarf að  leggja þekkingu og skilnig viðmælandans að jöfnu við sinn eiginn, jafnvel þótt hann sé honum algerlega ósammála. Samræðan er aftur á móti mun líklegri til að skila árangri í samstarfi en kappræður eða jafnvel rökræður sem segja má að einkennist af því að málsaðilar leitast við að komast til botns í tilteknu máli með því að draga skipulega fram rök, með og á móti.

Í lang flestum tilvikum má gera ráð fyrir því að foreldrar, jafnvel þeir sem koma reiðir á fund kennara, fyllist  trausti  til  kennara sem notar samræðuna. Slíkir fundir einkennast framar öðru af umhyggju fyrir velferð nemenda, einlægum vilja til að greina vandann og finna lausnir með foreldrum.

 NKC

Heimild

Nanna Kristín Christiansen, 2011. Skóli og skólaforeldrar – ný sýn á samstarfið um nemandann. Reykjavík; Iðnú.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s